37. landsþing Kvenfélagasambands Íslands hefst í dag

Landsthing37. landsþing Kvenfélagasambands Íslands hefst í dag á Hótel Selfossi og stendur til sunnudags, 11. október.
Samband sunnlenskra kvenna er gestgjafi landsþingsins.

Yfirskrift landsþingsins er “Hækkum flugið - kosningaréttur kvenna í eina öld” 
Á þinginu koma kvenfélagskonur saman til skrafs og ráðagerða um störf sín í kvenfélögunum.
Einnig verða góðir fyrirlesarar sem hvetja konur til góðra verka – og að hækka flugið. Matarsóunarlag KÍ og AmabAdamA verður frumflutt kl. 15.30 í dag. 9. október.

Auk hefðbundinna þingstarfa verður opin dagskrá laugardaginn 10. okt. þar sem allir eru velkomnir kl. 13:00 – 14:40. 
Þá verða fluttir fyrirlestrar í takt við þema þingsins og verða pallborðsumræður á eftir.

Konur eru hvattar til að fjölmenna og bjóða dætrum sínum, systrum, vinkonum og nágrannakonum til að koma á Hótel Selfoss laugardaginn 10. október
á opna hluta þingsins til að hlýða á fjölbreytt erindi og umræður í ljósi yfirskriftar þingsins.

Um 170 konur af öllu landinu eru skráðar á þingið.
Öll kvenfélög á landinu eiga rétt á að senda fulltrúa á landsþingið með atkvæðisrétt en þingið er opið fyrir allar kvenfélagskonur sem hafa þar málfrelsi og tillögurétt.

Kvenfélagasamband Íslands (KÍ) var stofnað árið 1930 sem sameiningar og samstarfsvettvangur kvenfélaganna í landinu. 
Innan KÍ starfa um 170 kvenfélög í 17 héraðs- og svæðasamböndum.

Á undaförnum árum hefur afrakstur vinnu kvenfélaganna, tugir milljóna á ári hverju, runnið til og hinna ýmsu menningar- og líknarstofnana og annarra samfélagsverkefna.

Landsþing KÍ er æðsta vald sambandsins og er haldið á 3ja ára fresti.

Dagskrá þingsins er að finna hér til hliðar undir flipanum "á döfini".

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands