Styrkveitingar úr Minningarsjóði Helgu M. Pálsdóttur á Jólafundi KÍ

Styrkþegar og fulltrúar þeirra ásamt stjórn Minningarsjóðs Helgu M PálsdótturStyrkþegar og fulltrúar þeirra ásamt stjórn Minningarsjóðs Helgu M PálsdótturÁ hátíðlegum jólafundi Kvenfélagasambands Íslands sem fram fór í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum 20. nóvember sl. voru auk hefðbundinnar jóladagskrár veittir námsstyrkir úr Minningasjóði Helgu M Pálsdóttur. Sjóðurinn var stofnaður 25. ágúst 1987 samkvæmt ákvæði í erfðaskrá Helgu. 

Sjóðurinn hefur úthlutað styrkjum til kvenna í ólíkum námsgreinum, s.s. textíl, félagsvísindum, harmonikkuleik, íþróttafræðum, viðskiptafræði, guð- og trúarbragafræði, brúðulist, náms- og kennslufræði, hagnýtri menningarmiðlun, safnafræði, eðlisfræði, þróunarfræði og talmeinafræði. Hlutverk sjóðsins er að styrkja ungar konur til framhaldsnáms. Kvenfélagasamband hefur úthlutað úr sjóðnum annað hvert ár frá 2005 þegar fyrst var úthlutað úr sjóðnum. 

Á jólafundi Kvenfélagasambands Íslands þann 20. nóvember sl. veitti sjóðurinn styrki til 3ja kvenna, samtals að upphæð kr. 900.000.

Styrkþegar 2015 eru:

Gunnhildur Pétursdóttir sem hlaut styrk að upphæð kr. 300.000. Hún stundar nám í dýralækningunum við The University of Veterinary Medicine and Pharmacy in Kosice í Slóvakíu

Hrefna Silvía Sigurgeirsdóttir sem hlaut styrk að upphæð kr. 300.000. Hún stundar nám í Kírópraktík við Life University Marietta, Atlanta, USA

Dýrfinna Guðmundsdóttir sem hlaut styrk að upphæð kr. 300.000. Hún stundar meistaranám í hagnýtri ritstjórn og útgáfu við Háskóla Íslands. 

 

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands