Á hátíðlegum jólafundi Kvenfélagasambands Íslands sem fram fór í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum 24. nóvember sl. voru auk hefðbundinnar jóladagskrár veittir námsstyrkir úr Minningasjóði Helgu M. Pálsdóttur. Sjóðurinn var stofnaður 25. ágúst 1987 samkvæmt ákvæði í erfðaskrá Helgu.
Veittir voru styrkir til fimm kvenna, hver að upphæð 250.000 kr. Styrkþegar 2017 eru:
Guðrún Valdís Jónsdóttir, stundar nám til BA gráðu í tölvunarfræði við Princeton háskóla í Bandaríkjunum.
Þuríður Hermannsdóttir, nemi í dýralækningum við dýralæknaháskólann í Kosice í Slóvakíu.
Hulda steinunn Steinsdóttir, nemi í innanhúsarkitektúr í Róm á Ítalíu.
Kristín Anna Guðmundsdóttir, er í söngnámi við tónlistaháskólann Hann Eisler í Berlín.
Arnrún Halla Arnórsdóttir, er í Doktorsnámi i hagnýtri siðfræði við Háskóla Íslands.