56. formannaráðsfundur 24. febrúar sl.

Gleðin sveif yfir vötnum á 56. formannaráðsfundi KÍ Laugardaginn 24. febrúar sl. góð mæting var á fundinn þrátt fyrir að einhverjar ættu ekki heimangengt vegna veðurofsans þessa helgina. Dagskráin var smekkfull og víða var stungið niður. Rædd voru fjármál og framtíð KÍ, fyrstu drög að rafrænum skýrsluformum voru kynnt auk þess var kynning á Landsþingi á Húsavík í október og Norræna sumarþinginu á Álandseyjum í ágúst.  Albert og Bergþór sáu um mat og kaffiveitingar fyrir fundargesti og voru með skemmtilega gleðistund sem hristi vel upp í fundinum með söng og skemmtilegum frásögnum.  Fyrirlesari fundarins var Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir sem kynnti fyrirtækið sitt Dimmblá og fræddi fundinn um fatasóun, vistvæna framleiðslu og plastnotkun. Fundargestir fengu siðan tækifæri til að skoða og versla fallegu vörurnar hennar.   Stjórn KÍ þakkar kærlega fyrir sérstaklega ánægjulegan fund. Fleiri myndir frá fundinum er að finna á fésbókarsíðu KÍ 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands