Kvenfélagasamband Íslands skorar á stjórnvöld og samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við ljósmæður. Ljósmæður eiga stóran hlut í þeim góða árangri sem náðst hefur á síðustu áratugum í ungbarna- og mæðravernd. Staðan er grafalvarleg og heilsa kvenna og barna er í hættu ef ekki er nú þegar leyst úr kjaradeilunni.

Föregångerskan eða Þær sem mörkuðu leiðina, þriðjudaginn 19. júní kl. 17:00 á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík.

Velkomin á bráðfyndinn einleik um súffragettur og baráttuna fyrir kosningarétti kvenna, í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því að konur í Svíþjóð fengu kosningarétt!

Leikari er Catherine Westling, höfundur er Karin Enberg og leikstjóri er Lisa Lindén.

Sýningin tekur 50 mínútur og er á sænsku, en gestir fá útdrátt á ensku.

Kaffi og kleinur í boði hússins! Aðgangur ókeypis og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.

Guðþjónusta við Kjarvalstaði á kvenréttindadaginn 19. júní
Kvennakirkjan, Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands halda guðþjónustu við Kjarlvalsstaði 19. júní klukkan 20

Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar, Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söng og Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng. Forseti Kvenfélagasambandsins Guðrún Þórðardóttir tekur þátt í messunni.
Allir velkomnir

2. tbl. Húsfreyjunnar erForsíða2Tbl2018small komið út. Í þetta sinn prýða glæsilegar konur frá Kvenfélagi Selfoss forsíðuna. Í tilefni 70 ára afmælis félagsins efndu þær til gjörnings þar sem konur voru hvattar til að koma saman í þjóðbúningum. Úrslitin í Ljóðasamkeppninni eru kynnt með ljóðaveislu og kynningu á verðlaunahöfum. Í viðtalinu er rætt við Dagnýju Hermannsdóttir súrkáls og kartöfludrottningu Íslands. Hún hefur haldið fjölda námskeiða í gerð súrkáls og sýringu grænmetis, búið til og selt súrkál í völdum sælkeraverslunum og nýverið kom út bók eftir hana. Albert Eiríksson umjónarmaður matarþáttarins gefur góð ráð og uppskriftir að réttum sem tilvaldar eru í nestisferðir. Ásdís Sigurgestsdóttir gefur uppskrift af léttri sumarpeysu ásamt því að gefa leiðbeinngar að verkefnum sem tengjast endurvinnslu og umhverfispælingum. Sagt er frá fatasóunarverkefni Kvenfélagasambandsins og saumaverkstæði KÍ á Umhverfishátíð. Anný Kristín Hermansen segir frá áhugamáli sínu og Áslaug Guðrúnardóttir skrifar pistil um mínímalískan lífsstíl. Dagskrá Landsþingsins á Húsavík er kynnt í blaðinu ásamt mörgu öðru góðu lesefni. 

Húsfreyjan er gefin út af Kvenfélagasambandi Íslands og kemur út fjórum sinnum á ári. Ritstjóri er Kristín Linda Jónsdóttir. Hægt er að gerast áskrifandi hjá Kvenfélagasambandinu í gegnum heimasíðuna kvenfelag.is. Tímaritið fæst einnig í lausasölu á fjölmörgum sölustöðum.

PfaffsmallKvenfélagasamband Íslands fékk nýlega úthlutað styrk frá Umhverfisráðuneytinu vegna verkefnisins „Vitundarvakning um fatasóun“. Verkefnið er þegar hafið með grein sem birtist í fyrsta tölublaði Húsfreyjunnar í febrúar og með þátttöku í Umhverfishátíðinni sem haldin var í Norræna húsinu í byrjun april.. Markmið verkefnisins er að fræða almenning og kvenfélagskonur um mikilvægi þess að sporna gegn fatasóun og fræða um umhverfisáhrif fatasóunar.

Til að geta betur liðsinnt kvenfélögunum í þessu verkefni leitaði KÍ til Pfaff um samstarf og voru þau svo rausnarleg að gefa Kvenfélagasambandinu saumavél að gjöf sem kvenfélögin geta nýtt sér á þessum viðburðum.

Á myndinni sem hér fylgir taka Guðrún Þórðardóttir forseti KÍ og Jenný Jóakimsdóttir starfsmaður KÍ á móti saumavélinni frá Selmu Gísladóttur sölustjóra Pfaff. Um er að ræða Husqvarna Tribute 145M saumavél sem er mjög þægileg til að vinna á og hentar vel ef margir eru að nota vélina. Góð og kraftmikil vél sem ræður við allt frá þunnu silki upp í leður og nýtist því vel í allan vefnað.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands