Verkefnið Vitundarvakning um fatasóun fær styrk frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

Kvenfélagasamband Íslands hefur fengið áframhaldandi styrk frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti fyrir verkefnið Vitundarvakning um fatasóun. Með verkefninu mun KÍ halda áfram að vekja kvenfélagskonur og almenning til að taka þátt í að minnka fatasóun. Áfram verður því vakin athygli á umhverfisáhrifum fatasóunar með fyrirlestrum, viðburðum og greinum í Húsfreyjunni og á vef Leiðbeiningastöðvar heimilanna. Næsti Umhverfisdagur verður á Hallveigarstöðum þann 23. mars nk. og eins og í fyrra verður þar fræðsla, fataskiptimarkaður, boðið upp á fataviðgerðir og fleira tengt sóun.  Takið daginn frá! Meðfylgjandi mynd er frá Umhverfisdeginum í nóvember sl.

Guðrún snæbjörnsdóttir og margrét Lilja Magnúsdóttir kvenfélagi Álftanesssmaller 

Guðrún Snæbjörnsdóttir og Margrét Lilja Magnúsdóttir frá Kvenfélagi Álftaness við saumavélarnar að aðstoða við fataviðgerðir. 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands