1. landsþing Kvenfélagasambands Íslands var haldið í Fosshótel Húsavík dagana 12. – 14. október sl. Kvenfélagasamband Suður- Þingeyinga var gestgjafi landsþingsins.

Kvenfélagskonur láta sig margvísleg málefni varða einsog sást á dagskrárliðum þingsins.

Yfirskrift landsþingsins var „fylgdu hjartanu”.  Á þinginu komu kvenfélagskonur saman til skrafs og ráðagerða um störf sín í kvenfélögunum. 

Samband sunnlenskra kvenna afhenti í nafni allra 25 kvenfélaga innan sambandsins, þrjú mikilvæg tæki til fæðingadeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) 13. sepetmber sl.
Tæki að andvirði um þriggja milljóna króna. Þetta eru monitor sem mælir hjartslátt hjá bæði móður og barni við fæðingu, glaðloftstæki og POX mælir sem greinir hjartagalla hjá nýburum. Fjármagn til kaupa á þessum tækjum komu úr Sjúkrahússjóði SSK en í hann safnast með sölu kvenfélaganna á kærleiksenglum og kortum. Þessir munir eru líka til sölu í móttöku HSU. Í október/nóvember mun nýr kærleiksengill líta dagsins ljós. Vel gert hjá SSK

  1.  ágúst sl. afhenti Kvenfélagið Sunna á Vestfjörðum formlega nýtt ómtæki á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða en konurnar í félaginu, ásamt öðrum, hafa safnað fyrir tækinu í meira en ár.

Tækið nýtist sem dæmi hjartalæknum, ómskoðun ófrískra kvenna og fleira. Ef grunur var á utanlegs fóstri áður en þetta tæki kom þurfti að senda konu með sjúkraflugi suður og kostar slík ferð um 500 þúsund, en með þessu tæki er hægt að sjá það á staðnum.

Þessi vegferð hófst á fundi Kvenfélagsins Sunnu fyrir rúmu ári síðan í Litlabæ í Ísafjarðardjúpi. Þá var tekin ákvörðun um að safna fyrir ómtækinu fyrir sjúkrahúsið. Af stað var haldið og fengu þær einstaklinga,  fyrirtæki og stofnanir í lið með sér sem hjálpuðu til við söfnunina ásamt;  Kvenfélaginu Von á Þingeyri, Kvenfélagi Mýrarhrepps, Sunnu í Ísafjarðardjúpi, Brynju á Flateyri, Ársól á Suðureyri, Hvöt í Hnífsdal, Hlíf á Ísafirði og Kvenfélaginu Brautin í Bolungarvík ásamt Kiwanisklúbbnum, stöllunum í Stöndum saman Vestfirðir og Úlfssjóði. Allir þessir aðilar tóku þátt af miklum myndarskap.

Norræna kvenfélagasambandið NKF (Nordens Kvinnoförbund) hélt sitt árlega sumarþing í Maríuhöfn á Álandseyjum dagana 17.-18. ágúst 2018.

Kvenfélagskonur víðsvegar af landinu og af Norðurlöndum tóku þátt í þinginu og nutu fjölbreyttrar dagskrár í góðu veðri í fallegu umhverfi Álandseyja. Ísland gegnir nú formennsku í norrænu samtökunum NKF og fóru þær Guðrún Þórðardóttir forseti Kvenfélagasambandsins og formaður NKF og Vilborg Eiríksdóttir varaforseti KÍ á þingið fyrir hönd stjónar KÍ. Þær höfðu í nógu að snúast á þinginu, Guðrún sem formaður og Vilborg sem tók m.a. þátt í pallborðsumræðum þar sem rætt var um öryggi í norrænu samhengi. Britt Lundberg, varaformaður sendinefndar Álandseyja í Norðurlandaráði stjórnaði pallborðsumræðunum. 

Efnistök fundarins voru m. a. um að skapa öryggi hversdagsins og að sýna tillitssemi.

Á þinginu var samþykkt ályktun um mikilvægi þess að lifa við tryggt og öruggt daglegt líf.

Ályktun þingsins er svohljóðandi:

Skrifstofa Kvenfélagasambands Íslands verður lokuð vegna sumarleyfa frá 11. júlí - 14. ágúst 2018. 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands