- ágúst sl. afhenti Kvenfélagið Sunna á Vestfjörðum formlega nýtt ómtæki á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða en konurnar í félaginu, ásamt öðrum, hafa safnað fyrir tækinu í meira en ár.
Tækið nýtist sem dæmi hjartalæknum, ómskoðun ófrískra kvenna og fleira. Ef grunur var á utanlegs fóstri áður en þetta tæki kom þurfti að senda konu með sjúkraflugi suður og kostar slík ferð um 500 þúsund, en með þessu tæki er hægt að sjá það á staðnum.
Þessi vegferð hófst á fundi Kvenfélagsins Sunnu fyrir rúmu ári síðan í Litlabæ í Ísafjarðardjúpi. Þá var tekin ákvörðun um að safna fyrir ómtækinu fyrir sjúkrahúsið. Af stað var haldið og fengu þær einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir í lið með sér sem hjálpuðu til við söfnunina ásamt; Kvenfélaginu Von á Þingeyri, Kvenfélagi Mýrarhrepps, Sunnu í Ísafjarðardjúpi, Brynju á Flateyri, Ársól á Suðureyri, Hvöt í Hnífsdal, Hlíf á Ísafirði og Kvenfélaginu Brautin í Bolungarvík ásamt Kiwanisklúbbnum, stöllunum í Stöndum saman Vestfirðir og Úlfssjóði. Allir þessir aðilar tóku þátt af miklum myndarskap.
Read More