Stjórnarkonur Kvenfélagasambands Íslands eru nú á faraldsfæti að heimsækja aðalfundi þeirra héraðssambanda kvenfélaganna sem eiga aðild að KÍ. Kvenfélagasamband Gullbringu- og Kjósarsýslu (KSGK) hélt sinn aðalfund laugardaginn 1. mars síðastliðinn. Fundurinn var í umsjón Kvenfélagsins Gefnar í Garðnum. Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ heimsótti þann fund og flutti kynningu á starfi og verkefnum sambandsins. á þeim fundi tók Brynhildur Hafsteinsdóttir formaður Kvenfélagsins Fjólunnar í Vogum við formennsku KSGK, Jóna Rún Gunnarsdóttir hefur veirð þar formaður síðastliðin 3 ár.
Aðalfundur Kvenfélagasambands Norður- Þings (KSNÞ) var svo haldinn að Skúlagarði Kelduhverfi laugardaginn 15. mars 2025. Forseta Kvenfélagasambandsins Dagmar og ritara, Helgu Magnúsdóttur var boðið á fundinn og fluttu þær kynningu á Kvenfélagasambandinu og sögðu frá verkefninu Vika einmannaleikans. Á sama fundi var Soffía Gísladóttir kvenfélagskona með erindi um Inngildingu - mjög áhugavert erindi sem rímar við það sem við erum að fjalla um varðandi einmannaleikann.
Dagmar og Helga þakka fyrir höfðinglegar móttökur bæði í Garðinum og fyrir norðan Alltaf jafn fróðlegt fyrir stjórnarkonur að heyra hvað félögin eru að gera til að efla starfið.
Fleiri heimsóknir á aðalfundi eru á döfinni og munu stjórnarkonur KÍ skiptast á að mæta.