Í dag var kynnt boðað Kvennaverkfall 24. október nk. Kvenfélagasamband Íslands er ein af fjölmörgum aðstandendum kvennaverkfalls. 

 Fyrir 48 árum boðuðu konur hér á landi í fyrsta sinn til Kvennafrís þar sem 90% kvenna lögðu niður ólaunuð sem launuð störf til að sýna fram á mikilvægi framlags þeirra til samfélagsins. Alls hafa konur lagt niður vinnu í sex skipti til að mótmæla kynbundnu misrétti. Konur gengu fyrst út 1975, svo 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Þessi magnaða kvennasamstaða skilaði mörgum risastórum áföngum í átt að auknu jafnrétti og ruddi brautina að auknum tækifærum og möguleikum kvenna.

Konur á Íslandi eru hvattar til að vera í verkfalli 24. október, allan daginn

Haustblað Húsfreyjunnar er komið út. Húsfreyjan er að venju stútfull af góðu efni. Svanlaug Jóhannsdóttir er lítrík og skemmtileg kona sem lætur verkin tala er í forsíðuviðtalinu. Í viðtalinu fá lesendur innsýn í hennar fjölbreytta heim. Í blaðinu er svo að finna góðar hugmyndir og uppskriftir fyrir barnaafmæli. Leiðbeiningastöð heimilanna gefur ráð um geymslu á ávöxtum og grænmeti. Smásagan að þessu sinni er ein af þeim sem barst inn í síðustu Smásögusamkeppni Húsfreyjunnar, höfundur hennar er Margrét Eggertsdóttir. En í þessu blaði kynnir Húsfreyjan aftur Smásögusamkeppni sem er öllum opin og efnisval frjálst. Skilafrestur 1. mars 2024.

Jenný Jóakimsdóttir starfsmaður KÍ segir frá Alheimsþingi dreifbýliskvenna í Kúala Lúmpúr í Malasíu í máli og myndum, en þangað fór 11 manna sendinefnd frá Íslandi.  Lesendur fá svo að kynnast hjónunum Elínu og Ingvari sem saman reka kúabú og hönnunarfyrirtæki sem framleiðir vörur undir vörumerkinu Lagður og Tundra.

Í matarþætti Húsfreyjunnar að þessu sinni er farið í heimsókn til Grindavíkur þar sem Sólveig Ólafsdóttir bauð í glæsilegt matarboð og gefur hún uppskriftir af kræsingunum sem var á boðstólum. T.d. Kjúklingabringur með gómsætri fyllingu og fyllt avókadó sem var í forrétt.

Sjöfn Kristjánsdóttir heldur áfram að gefa lesendum fallegar prjónauppskriftir í Hannyrðahorninu, að þessu sinni gefur hún uppskriftir að barna og fullorðins vettlingum og hosum.

Ronni Flannery sem er umhverfislögfræðingur fá Montana í Bandaríkjunum segir frá því hvað helst stendur upp úr í ferðum hennar um Ísland og gefur upp 10 ástæður þess að elska Ísland, en hún hefur tekið ástfóstri við landið. Anna Guðrún Ragnarsdóttir doktorsnemi í hagfræði segir frá rannsókn sinni á Lífsánægju og verkaskiptingu innan heimilisins. Allt þetta, krossgátuna og margt fleira finnur þú í haustblaði Húsfreyjunnar.

Smelltu hér til að skrá þig í áskrift

Yfirlit yfir sölustaði Húsfreyjunnar þar sem kaupa má blaðið í lausasölu

Jenný á skrifstofunni verður á námskeiði dagana 21. ágúst - 24. október nk. 

Þannig að eftir hádegi á mánudögum og fyrir hádegi á þriðjudögum þessa daga verður skrifstofan lokuð og ekki hægt að ná í okkur í síma.  

Alheimsþing Dreifbýliskvenna (ACWW- Associated Country Women of the World) var haldið í Kúala Lúmpur í Malasíu dagana 17. – 25. maí sl.

11 Íslendingar sóttu þingið fyrir hönd Kvenfélagasambands Íslands og naut hópurinn gestrisni kvenfélagsins í Pahang í Malasíu sem voru gestgjafar þingsins.  Fjölbreytt og glæsileg dagskrá var skipulögð í kringum hina hefðbundnu þingfundi. Skemmtanir á hverju kvöldi með hinum ýmsu þemum, boðið var upp á skoðunarferðir og menningu landsins var gerð góð skil.  Hápunkturinn í dagskránni var Gala hátíðarkvöldverðurinn i Konungshöllinni í Malasíu, en drottning þeirra Queen Azizah er formaður félagsins í Pahang og var gestgjafi kvöldsins.

Yfirskrift þingsins var Diversity is our strength eða Fjölbreytileikinn er okkar styrkur.

Jenný Jóakimsdóttir starfsmaður KÍ sat þingfundi og fór með atkvæði sambandsins á þinginu fyrir hönd stjórnar KÍ. 

Á þinginu voru kynntar breytingar á stefnumótun ACWW til næstu þriggja ára eða 2023 til 2026.

Annað tölublað Húsfreyjunnar er komið út og er í takt við árstíðina vorlegt og vandað að venju.

Forsíðuviðtalið að þessu sinni hefur yfirskriftina frá Sádi-Arabíu til Siglufjarðar, en þar er rætt við Ólöfu Ýr Atladóttur sem starfaði í þrjú ár við uppbyggingu ferðaþjónustu við Rauða hafið. Hún gegndi áður embætti ferðamálastjóra á Íslandi. Ólöf rekur nú ferðaþjónustufyrirtæki á Tröllaskaga. Í blaðinu er einnig viðtal við Önnu Silfu Þorsteinsdóttur, sem segir frá hönnun sinni undir nafninu Anna Silfa skart. Meðal annars skart sem nýtist líka sem vinnutól í prjónaskap.  Í blaðinu er sagt frá starfi 100 ára starfi Kvenfélags Keldhverfinga og 70 ára sögu Kvenfélags Garðabæjar. Smásagan að þessu sinni er eftir Sigríir Helgu Sverrisdóttir og heitir Ferðin heim.  

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands