hopmynd minni web225 kvenfélagskonur víðs vegar af landinu funduðu, ræddu saman á vinnustofum, hlýddu á fyrirlestra, kusu nýja konu í stjórn KÍ, ályktuðu um mál sem á þeim brenna og heiðruðu fyrrum forseta KÍ.  Svo má ekki gleyma þeim vinskap sem skapaðist meðal þeirra og allri skemmtuninni sem konur á Vestfjörðum buðu upp á þinginu. Einn innfæddur Ísfirðingur komst þannig að orði „Það var allt krökkt af hlægjandi konum í bænum alla helgina“.

Þingið hófst formlega með setningu þingsins í Ísafjarðarkirkju klukkan 18 og höfðu aðstandendur þingsins; KÍ og Samband vestfirskra kvenna hvatt þingfulltrúa til að mæta sem flestar í þjóðbúning við þingsetninguna þar sem íslenski þjóðbúningurinn var sérstaklega til umræðu á þinginu. Þar fluttu ávörp Sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir, Gyða Björg Jónsdóttir formaður Sambands vestfirskra kvenna (SVK og Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ sem setti svo þingið formlega.

English version below.

Þann 24. október næstkomandi standa 34 samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks fyrir viðburði í Bíó Paradís kl. 18:30, þar sem framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 kynnir sameiginlegar kröfur gagnvart stjórnvöldum, nákvæmlega einu ári eftir Kvennaverkfall og stærsta baráttufund Íslandssögunnar. Kvenfélgasamband Íslands er einn af þessum aðstandendum. 


Að viðburði loknu, verður „Dagurinn sem Ísland stöðvaðist,” spennandi heimildarmynd um Kvennafrídaginn 1975 frumsýnd og að henni lokinni ætlum við að styrkja böndin yfir léttum veitingum og samsöng á Áfram stelpur!

Hin magnaða kvennasamstaða þvert á pólitískar línur árið 1975 lagði hornsteininn að stórkostlegustum þjóðfélagsbreytingum. En þrátt fyrir þrotlausa baráttu í hálfa öld búa konur enn við misrétti og ofbeldi. Við ætlum ekki að bíða í 50 ár til viðbótar!

Nú tökum við höndum saman enn á ný og fylkjumst bak við kröfurnar. Við vitum sem er að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi. Sagan sýnir okkur það. Við getum, þorum og viljum!

40. landsþing Kvenfélagasambands Íslands (KÍ) fer nú fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði  11. – 13. október.  Samband vestfirskra kvenna er gestgjafi landsþingsins. Yfirskrift landsþingsins er „Valkyrjur milli fjalls og fjöru”

Kvenfélagskonur láta sig margvísleg málefni varða einsog sést á dagskrárliðum þingsins.

Þingsetning fír fram föstudaginn 11. október í Ísafjarðarkirkju kl: 18:00 og höfðu aðstandendur þingsins; KÍ og Samband vestfirskra kvenna hvatt þingfulltrúa til að mæta sem flestar í þjóðbúning við þingsetninguna þar sem íslenski þjóðbúningurinn verður sérstaklega til umræðu á þinginuá laugardag. 

Að lokinni þingsetningu bauð Samband vestfirskra kvenna þingfulltrúum í móttöku í Edinborgarhúsinu.  Móttakan hófst á ávarpi frá bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar; Örnu Láru Jónsdóttir.  Í móttökunni tók svo Heilbrigðisstofnun Vestfjarðaformlega á móti Gjöf til allra kvenna, en tenging er nú að komast við tæknibúnaðinn sem safnað var í tilefni 90 ára afmælis KÍ 2020 við Fæðingadeildina á Ísafirði.  Hildur Elísabet Pétursdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar tók formlega á móti gjöfinni.  En það var einstaklega ánægjulegt að hafa við þessa afhendingu fulltrúa frá flestum þeim kvenfélögum sem söfnuðu fyrir gjöfinni við þessa afhendingu. (sjá nánar um gjöfina á www.gjoftilallrakvenna.is og kvenfelag.is )

Á vinnustofu á laugardagsmorgun voru meðal annars sýning og erindi frá Margréti Skúladóttur formanni í Þjóðbúningafélagi Íslands og félögum hennar í Þjóðbúningafélagi Vestfjarða. En mikill áhugi er nú á íslenska þjóðbúningnum og hefur KÍ lengi hvatt til fræðslu um búninginn og hvatt til notkunar á honum.  Á vinnustofu voru þingfulltrúar einnig beðnar um að koma með hugmyndir um og tilllögur að verkefnum tengdum 95 ára afmæli KÍ á næsta ári og 100 ára afmælið.

Eftir hádegi á laugardag verða framsöguerindi samkvæmt yfirskrift þingsins Valkyrjur milli fjalls og fjöru.   Eftirfarandi erindi verða flutt:

  • Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu.
    • Er byggðaþróun karlamál?
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir
    • Borea Adventures á Ísafirði
  • Dóra Hlín Gísladóttir - Kerecis 
    • Nýsköpun á landsbyggðinni – Reynslusaga
  • Íris Ösp Heiðrúnardóttir listakona Netagerðinni á Ísafirði.
    • YOGER - jógaspil fyrir heimaiðkun

Á vinnustofa á sunnudagsmorgun verða svo tvö mál til umræðu : hvernig kvenfélögin geta veitt konum af erlendum uppruna stuðning á sínum svæðum og hvað kvenfélögin geta gert til að styðja við fólk á sínum svæðum varðandi Einsemd og einmanaleika.

225 konur af öllu landinu eru mættar á þingið og er það löngu uppselt. Öll kvenfélög á landinu eiga rétt á að senda fulltrúa á landsþingið með atkvæðisrétt en þingið er opið fyrir allar kvenfélagskonur sem hafa þar málfrelsi og tillögurétt.

Kvenfélagasamband Íslands (KÍ) var stofnað árið 1930 sem sameiningar og samstarfsvettvangur kvenfélaganna í landinu.  Innan KÍ starfa 135 kvenfélög í 17 héraðs- og svæðasamböndum með um 4000 félaga.

Á landsþingum koma saman allar kynslóðir kvenna frá um 18 ára – 90 ára.

Á undanförnum árum hefur afrakstur vinnu kvenfélaganna, numið tugi milljóna á ári hverju, sem runnið hefur til hinna ýmsu menningar- og líknarmála auk annarra samfélagsverkefna.   Í skýrslu stjórnar KÍ til þingsins kemur fram að kvenfélög innan KÍ hafa gefið  165.017.547 kr. alls til samfélagsins á árunum 2021 – 2023.

Landsþing KÍ er æðsta vald sambandsins og er haldið á 3ja ára fresti, var síðast haldið í Borgarnesi 2021.

Sjá nánar dagskrá þingsins.

 

Nokkrar myndir frá þinginu:

1 4Small

Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ og Gyða Björg Jónsdóttir formaður Sambands vestfirskra kvenna sem eru gestgjafar þingsins við þingsetninguna í Ísafjarðarkirkju.

1 12Small

 

1 14small

1 9small

Stjórn SVK og Elinborg Sigurðardóttir ritari afmælisnefndar afhentu Gjöf til allra kvenna til heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Kristín Gréta Bjarnadóttir yfirljósmóðir tók formlega á móti gjöfinni.

 

Það var hátíðarbragur yfir móttöku sem haldin var á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi fimmtudaginn 26. september þegar Kvenfélagasambands Íslands afhenti fyrir hönd kvenfélagskvenna  Gjöf til allra kvenna á Íslandi.  

Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ afhenti gjöfina fyrir hönd kvenfélagasambands Íslands.  Dagmar sagði frá því að með útsjónarsemi og seiglu hafi kvenfélagskonum tekist að ná markmiðinu en á þeim tíma sem söfnunin stóð yfir geisaði heimsfaraldur með öllum þeim takmörkunum sem þá voru í gildi.  Þó markmið söfnunarinn hafi náðst í tíma þá  var ekki hægt að hefja vinnu við verkefnið strax þar sem heilbrigðisstarfsmenn voru uppteknir við annað þá.  Skýrir það að hluta þann langa tíma sem innleiðing á verkefninu hafi tekið „ en nú í dag fögnum við því að geta afhent þessa gjöf og séð á tímaplaninu hvar næstu afhendingarstaðir verða.“

Dagmar þakkaði öllum kvenfélagskonum, kvenfélögum og héraðssamböndum innan Kvenfélagasambandsins fyrir framlög þeirra til söfnunarinnar og eins öllum þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem lögðu söfnuninni lið.  Jafnframt vildi hún koma fram þakklæti til starfsfólks Landlæknis, Landsspítala og öðru því fólki sem er búið að vinna að því að þessi tækni verði að veruleika.  „Við erum þess fullvissar að með þessari gjöf er verið að stíga skref til framþróunar í fjarlækningum sem mun nýtast okkur um ókomin ár.“

Björk Steindórsdóttir yfirljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands tók formlega á móti gjöfinni, en Björk hefur stýrt innleiðingu og öllum samskiptum við fæðingarstaði og verið faglegur sérfræðingur í innleiðingu á verkefninu.

Björk sagði að það væri sérstaklega ánægjulegt að taka á móti svo stórri og höfðinglegri gjöf. Gjöf sem konur í landinu væru að gefa konum landsins og fjölskyldum. Gjöfin eykur bæði gæði og öryggi skráninga og vistunar fósturhjartsláttarrita og niðurstöður úr ómskoðunum sem bætir tvímælalaust heilsuvernd kvenna um allt land.  

En það var einmitt markmiðið með söfnununni sem hófst formlega 1. febrúar 2020 í tilefni 90 ára afmælis Kvenfélagasambands Íslands. Söfnunin stóð til 1. febrúar 2021 og söfnuðust samtals um 30 milljónir. Stærsti hluti framlaga í söfnunina kom beint frá Kvenfélögunum víða um land. Einnig studdu fjölmörg fyrirtæki og almenningur söfnunina með beinum framlögum. Guðrún Þórðardóttir sem var forseti Kvenfélagasambandsins á 90 ára afmælinu og meðan á söfnuninni stóð sagði í móttökunni að það væri ánægjulegt að sjá loks þetta verkefni í höfn og að sjá hversu vel það myndi nýtast öllum konum á Íslandi en það hefði strax verið markmið afmælisnefndar að standa að söfnun sem myndi nýtast konum um land allt.

Í tengslum við söfnunina seldu einnig kvenfélagskonur  um allt land  falleg armbönd sem í voru grafin gildi Kvenfélagssambandsins,  „Kærleikur – Samvinna – Virðing“ og „Ég er kvenfélagskona“. Einnig var selt súkkulaði í samvinnu við Omnom. Auk þess stóðu kvenfélagskonur fyrir maraþonbakstri í heilan sólarhring og afraksturinn seldur til að styðja við söfnunina.

Björk bætti við að fæðingastaðir séu tækjum búnir fyrir sína starfsemi, og nú með gjöfinni bætist við hugbúnaður sem rafvæðir sjúkraskrárgögn sem tengjast fósturhjartsláttarritum og sónarniðurstöðum , og vistar þau miðlægt. Einn af stóru kostunum  við hugbúnaðinn  er,  að þetta getur komið í veg fyrir að konur séu sendar jafnvel langan veg til til frekari skoðunar.  Niðurstöður eru á rafrænu formi og  hægt að nálgast þær og skoða á öðrum stöðum þar sem meiri  sérhæfing er til staðar.

Fósturhjartsláttarrit er hægt að sjá í rauntíma og fá þar með eftir öruggum leiðum faglegt álit frá hærra þjónustustigi, eins og t.d. LSH eða Akureyri.  Ekki þarf lengur að prenta út ritin og fleiri geta séð ritin en bara sá aðili sem er inni á fæðingarstofunni þegar konur eru  í fæðingu, eða að sinna eftirliti með fóstrinu á meðgöngu vegna einhverra áhættuþátta tengt meðgöngunni.

„Það að hafa sjúkraskrárgögn vistuð miðlægt er gríðarlega mikið öryggisatriði fyrir konur í meðgöngu og fæðingu.  Með því móti er alltaf hægt að nálgast mikilvægar upplýsingar hvar sem er og einnig eru þær vistaðar með ábyrgum og löglegum hætti. Hægt er að meta gögn hvenær sem er, í rauntíma og milli skoðana og þessi gögn fylgja meðgönguskrá konunnar hvar sem hún býr.“ sagði Björk  og bætti við að það hefði verið kjarkað og áræðið af konum í  Kvenfélagasambandi Íslands að fara í svona mikla og flókna gjöf sem hefur í raun stækkað margfalt með tímanum. Þær hugsuðu að þessi hugbúnaður þyrfti að nýtast öllum konum landsins, ekki bara þjónustuþegum Landspítalans. „Ljósmæður og læknar, sem vinna út á landi,  bíða af mikill tilhlökkun og gleði eftir að tengjast kerfinu.“

Innleiðingu á verkefninu var stýrt af starfshóp og var samstarf nokkurra stofnana og aðila: Kvenfélagasambands Íslands, Landspítala, embættis landlæknis, Félags ljósmæðra og fæðingarstaða á landsbyggðinni. Ákveðið var að velja Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi (HVE) sem tilraunastað fyrir verkefnið og þar kláraðist innleiðing og opnað var á kerfið 13. júní 2024. Allir fæðingastaðir landsins eru núna tilbúnir að taka við tengingum við Landspítalann.   Þær innleiðingar og tengingar eru komnar í tímalínu sem unnið verður eftir í samvinnu við fæðingarstaði landsins, tæknisvið Landspítalans  og seljendur hugbúnaðarins, Medexa. (Sjá tímalínuna hér að neðan.)

Björk sagði að fæðingastaðir landsins og starfsfólk þeirra væru svo  sannarlega mjög stolt að taka við þessari gjöf og  ánægð með þetta verkefni.  

Á afhendinguna á Akranesi var afmælisnefnd, formannaráði og heiðursfélögum  Kvenfélagasambands Íslands boðið til að vera fulltrúar allra þeirra fjölmörgu kvenfélaga sem lögðu söfnuninni lið. Auk kvenfélagskvenna voru á afhendingunni starfsfólk HVE, starfsfólk frá Landlækni og Landsspítala sem unnu að innleiðingunni.

Í afmælisnefnd KÍ voru: Elinborg Sigurðardóttir frá SSK, Eva Michelsen frá KSK, Ágústa Magnúsdóttir frá KSGK og Linda B. Sverrisdóttir frá SBK. Fulltrúar KÍ í nefndinni voru Guðrún Þórðardóttir þáverandi forseti KÍ, Þórný Jóhannsdóttir þáverandi varaforseti KÍ, Sólveig Ólafsdóttir í varastjórn KÍ og Jenný Jóakimsdóttir starfsmaður KÍ.  Dagmar Elín Sigurðardóttir núverandi forseti KÍ og Elinborg Sigurðardóttir í afmælisnefnd hafa fylgt verkefninu  eftir fram að innleiðingu og munu gera það áfram þar til það er komið í gagnið um allt land.

Tímalína frekari innleiðingar: 

  • Vika 40 – Milou uppfært á LSH og Akranesi 
  • Vika 41-42 – Uppsetning á Ísafirði 
  • Vika 44 – Uppsetning á Neskaupsstað   
  • Vika 46 – Uppsetning í Vestmannaeyjum
  • Vika 48 – Uppsetning í Keflavík 
  • 2025 – Uppsetning á Selfossi
  • 2025 – Uppsetning á SAK

Til hamingju allar konur með þessa gjöf. 

afmælisnefnd_og_Björk_small.png

fv. Elinborg Sigurðardóttir, Guðrún Þórðardóttir, Dagmar Elín Sigurðardóttir, Björk Steindórsdóttir, Linda B. Sverrrisdóttir. Þórný Jóhannsdóttir, Jenný Jóakimsdóttir og Ágústa Magnúsdóttir. 

afmælisnefnd ljósmæður og læknarHSV

 fv. Hrund Þórhallsdóttir, Elinborg Sigurðardóttir, Guðrún Þórðardóttir, Dagmar Elín Sigurðardóttir, Björk Steindórsdóttir, Hrafnhildur Ólafsdóttir,Þórný Jóhannsdóttir, Ágústa Magnúsdótti, Linda B. Sverrrisdóttir, Jenný Jóakimsdóttir og Katharina Scumacher. 

 

afmælisnef og Björk og yfirljósmóðir HSV

kvenfélagskonur fyrir utan HSV

Ánægðar kvenfélagskonur afhentu Gjöf til allra kvenna á Íslandi. 

 

starfsfólk HSV

Starfsfólk fæðingardeildar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. 

 

Myndir: Silla Páls.    

Titillinn á haustblaði Húsfreyjunnar að þessu sinni er Valkyrjur milli fjalls og fjöru. Ástæðan er sú að landsþing Kvenfélagasambands Íslands verður haldið á Ísafirði í október og er þetta yfirskrift þingsins.

Að þessu tilefni er á forsíðunni mynd sem er tekin á Ísafirði af Sillu Páls ljósmyndara Húsfreyjunnar.

Þetta haustblað er að venju fullt af fjölbreyttu efni fyrir lesendur.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands