Íslenskar konur hafa gefið Húsfreyjuna út samfellt í 59 ár, ritstjóri er
Fréttir
Húsfreyjan 2. tbl. 2008 er komin út
Húsfreyjan, tímarit Kvenfélagsambands Ísland 2. tbl. 2008 er komið út. Að þessu sinni eru megin viðtölin í tímaritinu við Ásdísi Birgisdóttur textílhönnuð og framkvæmdarstjóra Heimilisiðnaðarfélags Íslands en Ásdís sér um þessar mundir um handavinnuþátt Húsfreyjunnar. Ásdís skrifar einnig afar hagnýta og fróðlega grein í tölublaðið um íslenska búninga kvenna svo blaðið er gullmoli fyrir alla þá sem hafa áhuga á þjóðlegu og vönduðu handverki. Annað megin viðtalið er við dagskrágerðarkonuna og sjónvarpskonuna Evu Maríu Jónsdóttur. Rósa Þorsteinsdóttir verkefnisstjóri hjá Lýðheilsustöð fjallar um öryggi á heimilum en of mörg slys verða á íslenskum heimilum sérstakleg á öldruðum og börnum og því mikilvægt að leita leiða til að fækka þeim eins og kostur er. Eygló Guðjónsdóttir forstöðumaður Leiðbeiningarstöðvar heimilanna fjallar um ávexti. Í handavinnuþættinum eru glæsilegar peysur og fleira áhugvert, handprjón fyrir ungbörn og fullorðna. Áslaug Traustadóttir heimilisfræðikennari sér um matreiðsluþáttinn og býður upp ótrúlega girnilega rétti á grillið, kjúklingasalat og ítalska sólskinsköku. Einnig eru í tímaritinu fréttir af starfi Kvenfélagasambands Ísland. Húsfreyjan fæst víða í bókaverslunum og í áskrift hjá K.Í. á Hallveigarstöðum sími: 551 7044 netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íslenskar konur hafa gefið Húsfreyjuna út samfellt í 59 ár, ritstjóri erKristín Linda Jónsdóttir í Miðhvammi í Þingeyjarsýslu.
Íslenskar konur hafa gefið Húsfreyjuna út samfellt í 59 ár, ritstjóri er