Nú stendur yfir 16 daga átak í 16. sinn undir yfirskriftinni: Eflum
mannréttindi - stöðvum ofbeldi gegn konum. Af því tilefni hafa
Kvenfélagasamband Íslands, Soroptimistasamband Íslands og Zonta á
Íslandi tekið höndum saman um að opna augu almennings á
heimilisofbeldi. Klúbbar og félög innan sambandanna eru starfrækt um
allt land og munu þau sérstaklega hvetja sína félagsmenn til að vera
vakandi gagnvart heimilisofbeldi og halda umræðunni opinni á sínu
svæði. Það hefur sýnt sig að með opinni umræðu nýta fleiri þá þjónustu
sem er í boði fyrir fórnarlömb heimilisofbeldis. Við hvetjum því konur
og aðra sem búa við eða þekkja til einhvers sem býr við heimilisofbeldi
að kynna sér þau úrræði sem eru í boði. Listi yfir helstu aðila sem
geta veitt stuðning og aðstoð vegna heimilisofbeldis má finna t.d. á
vefsíðum www.kvennaathvarf.is og www.barn.is
4. tölublað tímaritsins Húsfreyjunnar er komið út.
Meðal efnis í blaðinu er viðtal við
Védísi Jónsdóttur sem hannar vinsælar prjónauppskriftir og liti
íslenska lopans en nú er í tísku að prjóna og vinsældir lopans meiri en
nokkru sinni, hérlendis, í Bandaríkjunum, Kanada og Skandinavíu. Í
Kvenfélagasamband Íslands boðar til Landsfundar orlofsnefnda húsmæðra
að Hallveigarstöðum laugardaginn 11. nóvember nk. kl. 13.00-15.00.
Fundarefni er starfssemi orlofsnefndanna, markmið, samræming og framtíðarsýn.
Til
landsfundarins eru boðaðir allir formenn og eða fulltrúar orlofsnefnda
innan Kvenfélagasambands Íslands. Þáttaka tilkynnist til skrifstofu
sambandsins í síma
552 7430, á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í bréfasíma 552 7073 sem allra fyrst.