Kvenfélagasamband Íslands stóð fyrir þinginu og var yfirskrift þess,
„ Fleiri karla í kvennaliðið”- jafnrétti - heilsa - hannyrðir.
Ráðstefnugestir voru um 70 frá öllum Norðurlöndunum nema Danmörku, sérstakir gestir voru konur frá Færeyjum.
Við þingsetninguna ávarpaði Sigurlaug Viborg forseti KÍ þingið, Ragna Þórhallsdóttir deildarstjóri á forsetaskrifstofu flutti ávarp forseta Íslands, nálgast má erindið hér: Ávarp forseta Íslands
kenndi Margrét Baldursdóttir handverkskona ráðstefnugestum refilsaum.
Dr. Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RUV flutti erindið: Baráttan um sýnileikann.
Magnea Marinósdóttir, sérfræðingur í alþjóðamálum og starfsmaður Alþingis flutti erindið: Vægi menningararfsins í jafnréttisbaráttunni.
Fulltrúar NKF í Noregi kynntu NKF þingið 2009 sem verður haldið í Stavanger í Noregi þar sem fjallað verður um umhverfismál.
Farið var í dagsferð í rútuferð undir leiðsögn Jónasar Helgasonar og Sifjar Jónsdóttur þar sem skoðaðir voru áhugaverðir staðir s.s. Grenjaðarstaður, Goðafoss, Mývatn, Námaskarð og Laxárvirkjun þar sem Landsvirkjun bauð uppá kaffiveitingar og sýningu um svæðið.
Hátíðarkvöldverður var á laugardagskvöldið á Hótel KEA, veislustjóri var Helga Guðmundsdóttir fyrrv. forseti KÍ.
-
Launamuni milli hinna ýmsu starfsstétta skuli eytt.
-
Yfirvöld vinni með virkum hætti að því að stöðva kynbundið ofbeldi og mansal.
-
Það sé löngu kominn tími til að lýðræðisleg völd skiptist með jöfnum hætti milli kynjanna því þurfi að efla konur til þátttöku í stjórnmálum.
-
Fjölmiðlar á Norðurlöndum geri vinnu og störf kvenna sýnilegri.
-
Að konur segi já þegar fjölmiðlar biðja þær um að veita viðtal.