Ályktanir formannaráðsfundar Kvenfélagasambands Íslands

Formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands var haldinn í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum laugardaginn 22. nóv. sl. Á fundinum voru eftirfarnadi ályktanir samþyktar:

  • Formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands, haldinn 22. nóvember 2008 á Hallveigarstöðum í Reykjavík skorar á ríkisstjórn Íslands og alþingismenn að standa vörð um hag heimila og fjölskyldna í landinu. Íslendingar standa nú frammi fyrir miklum erfiðleikum í efnahagslífi þjóðarinnar.  Fjármálakreppan hefur margvíslegar neikvæðar afleiðingar þar sem atvinnuleysi  vex og  hætta er á auknu ofbeldi og almennri vanlíðan fólks. Því er brýnt að fjölbreyttar forvarnir verði auknar þannig að hægt verði að lágmarka neikvæð áhrif kreppunnar.
  • Formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands, haldinn 22. nóvember 2008 á Hallveigarstöðum í Reykjavík hvetur kvenfélagskonur um allt land til þess að styðja og efla nærsamfélag sitt og reyna með öllum ráðum að koma börnum og ungmennum undan neikvæðum áhrifum fjármálakreppunnar.
  • Formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands, haldinn 22. nóvember 2008 á Hallveigarstöðum í Reykjavík mótmælir því að stjónvarpsstöðvar landsins sýni ofbeldisefni  á þeim tíma sem ætla má börn séu ekki farin í háttinn. Sýning á slíku efni ætti að jafnaði ekki að hefjast fyrr en eftir kl. 22.00.
  • Formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands, haldinn 22. nóvember 2008 á Hallveigarstöðum í Reykjavík hvetur ríkisstjórn Íslands og alþingismenn til þess að leggja ekki síður áherslu á að efla hag og velfarð aldraðra sem þátt í því að bæta hag heimilanna í landinu.
  • Formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands, haldinn 22. nóvember 2008 á Hallveigarstöðum í Reykjavík hvetur sveitarfélögin í landinu til þess að styðja fjölskyldur á erfiðleikatímum með því að greiða skólamáltiðir barna að fullu.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands