Kvenfélagasamband Íslands, fyrir hönd kvenfélaganna í landinu og vegna Húfuverkefnis KÍ hlaut tilnefningu til
Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins sem afhennt voru í Þjóðmenningarhúsinu við hátíðlega athöfn í gær, 11. mars.
Önnur samtök sem tilnefnd voru til sömu verðlauna eru, Bergmál, Hjálparstarf kirkjunnar, Vímulaus æska og
Slysavarnarfélagið Landsbjörg sem hlaut verðlaunin.
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í fimmta sinn í gær, markmiðið með veitingu þeirra er að beina
kastljósinu að verkum fólks sem notar frítíma sinn til þess að leggja eitthvað af mörkum til þess að bæta líf meðborgara
sinna og öllum þeim góðu og kærleiksríku verkum sem unnin eru víða í samfélaginu.
Kvenfélagasambandið er þakklátt og stolt yfir að hafa verðið í hópi þeirra sem tilnenfdir voru
og óskar kvenfélagskonum á Íslandi innilega til hamingju með tilnenfinguna og Slysavarnarfélaginu fyrir verðskuluð verðlaun.
Sjá leiðara Steinunnar Stefánsdóttur, aðstoðarritstjóra Fréttablaðsins í tilefni af veitingu Samfélagsverðlaunanna