41. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands var haldinn í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum laugardaginn 20. nóvember sl.
Yfirskrift fundarins var, Hvernig getum við eflt KÍ og kvenfélögin enn frekar.
Auk venjulegra fundastarfa va unnið í hópum, haldið örnámseið og fluttir fyrirlestarar um sjálfboðaliðastörf og hlutverk og skyldur stjórnarmanna kvenfélaga- og héraðssambanda.
Þá samþykkti fundurinn eftirfarandi ályktun:
”Kvenfélagasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum vegna fyrirætlana um niðurskurð í heilbrigðis- og skólamálum þjóðarinnar. Minnt er á nauðsyn þess að standa vörð um þessa mikilvægu málaflokka og skorað er á Ríkisstjórn Íslands að birta heildarúttekt á þeim sparnaði sem boðaður er. Bent er á að ef niðurskurðurinn verður að veruleika er öryggi fjölda fólks stefnt í hættu og fjöldi kvenna missir atvinnu sína.”