Norrænt sumarþing kvenfélaga verður haldið í
Gautaborg í Svíþjóð 19. – 21. ágúst 2011
Þema þingsins er „ Hið lífsnauðsynlega vatn” Fyrirlesarar á þinginu nálgast þemað með ólíkum hætti. Gestgjafi þingsins er Riksförbundet HEM OCH SAMHÄLLE í Svíþjóð.
Kvenfélagasamband Íslands skipulegur hópferð á þingið 18. – 22. eða 25. ágúst nk.
Flogið verður með Iceland Express beint til Gautaborgar, brottför er frá Keflavík, fimmtudaginn 18. ágúst kl. 07.20 og komið til Gautaborgar um hádegisbil. Þingið hefst kl. 9 föstudaginn 19. ágúst og lýkur um hádegi á sunnudag. Hægt er að velja um heimferðardagana 22. eða 25. ágúst en flogið er beint til Keflavíkur um hádegisbil og lent þar kl. 14.10
Verð fyrir flug er kr. 46.300 –
Ráðstefnugjald er 3.900 sænskar krónur, (71.400 m.v. gengi 24. feb.) ef gist er í tveggja manna herbergi og 4.900 (89.300 m.v. gengi 24. feb.) ef gist er í eins manns herbergi. Innifalið í því eru 2ja nátta gisting, allar máltíðir meðan á ráðstefnunni stendur, bátsferð, ferð um miðbæ Gautaborgar, fyrirlestrar og ráðstefnugögn.
Við bætist: gisting í 2 eða 5 auka nætur og ferðir til og frá flugvelli. Gisting á hótelinu kostar SKR: 1200 í eins manns herbergi pr. nótt og SKR: 700 pr. nótt á mann ef gist er í tveggja manna herbergi. Mögulega má finna ódýrari gistingu næturnar eftir þingið.
Skráning og kostnaður:
Framlengdur skráningarfrestur
Skráning á þing og í flug og greiðsla þátttökugjalda fer fram hjá Kvenfélagasambandi Íslands til 16. maí nk.netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Flug skal greiða til Icelandexpress fyrir lok júní nk.
Dagskrá........