Konur um allt land eru hvattar til að ganga út af vinnustöðum sínum kl. 14.25 í dag, 
 
- þá hafa konur unnið fyrir launum sínum, sem enn eru aðeins 66% af heildarlaunum karla.

ÚTIFUNDIR VERÐA AUGLÝSTIR Í SVÆÐISFJÖLMIÐLUM UM LAND ALLT

Í REYKJAVÍK VERÐUR SAFNAST SAMAN VIÐ HALLGRÍMSKIRKJU KL 15:00
Gengið verður að Arnarhóli verða uppákomur á hverju götuhorni.

Sjá dagskrá á Arnarhóli:

sultubaeklingur1




um sultu- saft- og hlaupgerð er komin út hjá Leiðbeiningastöð heimilanna. Hann er seldur á skrifstofunni á Hallveigarstöðum.
Kvenfélögunum býðst að kaupa hann gegn vægu gjaldi til endursölu.
Hafið samband í s: 552 1135 eða sendið línu á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skotturnar félag um Kvennafrídaginn 24. október 2010 verða með margar skemmtilegar uppákomur í tjaldi á Austurvelli á menningarnótt Reykjavíkur.
Kvenfélagasambandið sem er eitt af þeim félögum sem standa að Skottunum mun vera með kynningu í tjaldinu ásamt öðrum félagasamtökum.
Lítið við ef þið eigið leið í bæinn.

Sumarblað Húsfreyjunnar tímarits Kvenfélagasambands Íslands er komið út. Þetta er annað tölublaðið í ár en þess má geta að það fyrsta, sem kom út í mars, reyndist afar vinsælt og sló sölumet. Nú eins og áður er efni Húsfreyjunnar fjölbreytt, áhugaverð viðtöl, fræðsla, ráðgjöf um matargerð og heilsu, uppskriftir og handavinna, krossgáta og fréttir.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands