Vímuvarnarvikan 2011 stendur nú yfir
Þema vikunnar er:
Réttur barna á Íslandi til lífs án neikvæðra afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu
Vika 43, vímuvarnavikan, 23. – 30. október í ár en þetta er 8. árið sem þessi vika er tileinkuð vímuvörnum. Vika 43 er vettvangur félagasamtaka sem hafa forvarnir að markmiði starfs síns eða vilja leggja vímuvörnum lið, til þess að vekja athygli á forvarnastarfi og áfengis- og vímuefnamálum; varpa ljósi á viðfangsefni forvarna og kynna sérstaklega starf sem unnið er á vettvangi félagasamtaka; vekja athygli landsmanna á mikilvægi forvarna, einkum forvörnum gagnvart börnum og unglingum og; virkja þekkingu, styrk og samstöðu grasrótarsamstarfs til eflingar forvarnastarfs.