BARA GRAS ?

Málþing Rimaskóla 4. apríl 2011 kl. 16.30 –- 19.00
 
16.30
Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ,  fundarstjóri        
- Hvers vegna Bara gras? verkefnið ?  Samtakamáttur og samstaða í forvörnum.
16.45
Helga Margrét Guðmundsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur     
- Árangur í forvörnum byggist á framlagi foreldra og þátttöku.  Vakning meðal foreldra.  Hvað brennur á foreldrum?  Hvað geta foreldrar gert?
17.05
Andrés Magnússon, geðlæknir   
- Hvað er kannabis?  Andleg og líkamleg áhrif kannabis á unga neytendur.  Fikt eða fíkn, hvernig þróast fíkn, hver er áhættan?  Samspil líðan/persónuleika og áhættu.
17.25
Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn  
- Vímuefnalöggjöfin, refsingar. Afskipti af framleiðslu kannabis, sölu og neyslu  á Íslandi.  Hverjir framleiða og selja? Hvað hefur breyst?
17.45
Jón Sigfússon, framkvæmdastóri R&G    
- Rannsóknir: Kannabisneysla íslenskra ungmenna, hverjir nota kannabis, hvar og hvenær ?
18.05  HLÉ
18.15
Guðbjörg Erlingsdóttir, ráðgjafi Foreldrahúsi   
- Aukin kannabisneysla? Hvernig geta foreldrar fylgst með sínu barni?  Hvar standa foreldra ef grunur vaknar?  Hvaða úrræði eru í boði?
18.35
Sverrir Jónsson, læknir SÁÁ   
- Úrræði SÁÁ fyrir unga kannabisneytendur.  Fjöldi ungmenna í meðferð v. kannabis. Hver er aðkoma foreldra barna í meðferð v. kannabis?
18.55  SAMANTEKT og slit


Í kjölfar þessa fundar verða haldnir fleiri fræðslufundir víða um land og munu samstarfsaðilar verkefnisins (sjá neðar) sjá um framkvæmd þeirra.
Upplýsingar um það og fleira tengt verkefninu munu birtast á síðunni www.baragras.is

 

 

 

Kvenfélagskonur með neytendamálin í brennidepli.

Formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands var haldinn í Kvennaheimilinu Hallveigarstöum 18. – 19. mars sl.
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa voru frjóar umræður á fundinum um ýmis málefni sem snerta störf kvenfélaganna auk þess að miklar umræður spunnust um neytendamál eftir framsögu GíslaTryggvasonar  talsmanns neytenda sem var gestur fundarins og erindi Svavars Guðmundssonar frá Matarkarfan.is  sem einnig heimsótti fundinn.
Samþykkt var ályktun þar sem stjórnvöld voru hvött til að efla réttindi neytenda til samræmis við þann rétt sem neytendur á hinum Norðurlöndunum njóta. 
Jafnframt hvatti fundurinn almenning  til að vera vakandi yfir neytendarétti sínum.

Á formannaráðsfundinum var Dóra Ruf, frá Kvenfélagi Kjósarhrepps kjörinn nýr ritari stjórnar KÍ og Ragnhildur Jónasdóttir úr Hvítabandinu í Reykjavík kjörin í varastjórn. Með kjöri Dóru í stjórn KÍ er brotið blað í sögu sambandsins sem nú nýtur starfskrafta útlendrar konu í stjórn í fyrsta sinn.
 
Greinilegt er að áhugi kvenna á öllum aldri á því að starfa í kvenfélögum hefur aukist á síðustu misserum og hefur fjölgað í mörgum félögum auk þess að á síðasta ári var stofnað nýtt kvenfélag í Reykjavík, en það hefur ekki gerst síðan árið 1973.

Ályktun formannaráðsfundar KÍ:
„Formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands haldinn á Hallveigarstöðum í Reykjavík 18. og 19. mars 2011 hvetur stjórnvöld til að stuðla að auknum réttindum neytenda til samræmis við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum.
Nauðsynlegt er að þeir sem standa eiga vörð um hagsmuni neytenda hafi skýr lög og reglur að styðjast við.  Einnig hvetur fundurinn alla til að vera vakandi neytendur og kynna sér réttindi sín.”

Formannaráðsfundir eru æðsta vald KÍ milli landsþinga sem haldin eru 3ja hvert ár. Næsta Landsþing KÍ verður í Keflavík haustið 2012.

Stjórn KÍ skipa:
Sigurlaug Viborg forseti
Una María Óskarsdóttir varaforseti
Margrét Baldursdóttir gjaldkeri
Dóra Ruf ritari
Ester Gunnarsdóttir meðstjórnandi
Rosemarie Brynhildur Þorleifsdóttir varstjórn
Ragnhildur Jónasdóttir varastjórn

 

Föstudagur 18. mars

Kl. 16.00 Fundur settur

Kosning embættismanna fundarins
Fundargerð síðasta formannaráðsfundar borin upp til samþykktar,
Skýrsla stjórnar Kvenfélagasambands Íslands
Reikningar Kvenfélagasambands Íslands
Fjárhagsáætlun Kvenfélagasambands Íslands 2011
Skýrsla tímaritsins Húsfreyjunnar
Reikningar Húsfreyjunnar
 Kl. 17.00 Erindi: Gísli Tryggvason, Talsmaður neytenda fjallar um neytendamál
 Umræður
Kl. 18.00 Fundi frestað. 
Heimsókn í Thorvaldsensbazar, verslun Thorvaldsensfélagsins sem er elsta
kvenfélag Reykjvaíkur.  

Kl. 19.30 Fordrykkur og kvöldverður að Hallveigarstöðum
Létt skemmtun og tengslanetið eflt, fundargestir fá tækifæri til að troða upp

Laugardagur 19. mars
Kl.  9.00 Kaffi - Fundi fram haldið
Skýrsla Leiðbeiningastöðvar heimilanna 
Skýrslur nefnda og ráða sem Kvenfélagasamband Íslands á aðild að lagðar fram
Norræni sumarfundurinn í Gautaborg í Svíþjóð í ágúst  2011

KÍ og kvenfélögin 2011  -
Kynnum kvenfélögin, fjölgum félagskonum  og byggjum upp innra starfið?

Kl. 12.30  Fundi frestað, hádegisverður

Kl. 13.15  Fundi fram haldið
Árgjöld KÍ
 Skýrsla kjörnefndar
Stjórnarkjör: - Ritari KÍ - til 3ja ára, - varastjórnarkona  - til 3ja ára
Nefndarkjör: - Kjörbréfanefnd, 3 konur og 2 til vara, v/ Landsþings KÍ 2012, til 3ja ára
Önnur mál

Kl. 14.00 Fundi slitið

Sunnudaginn 13. mars verður þjóðbúningadagur í Þjóðminjasafni Íslands.

Gestir eru hvattir til að mæta á þjóðbúningi til að sýna sig og sjá aðra. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem eiga
búning að nota hann og jafnframt fyrir alla sem eru áhugasamir um íslenska þjóðbúninga að
koma og sjá fjölbreytni þeirra. Mögulegt verður að fá aðstoð við uppsetningu höfuðbúnaðs á
safninu. Sérstaklega er hvatt til þess að fólk mæti á þjóðbúningi síns heimalands.

Á Torgi við Safnbúðina verður sýningin Kvon. Á sýningunni má sjá kjóla hannaða af Maríu
Th. Ólafsdóttur, en hún sækir meðal annars innblástur í íslenska þjóðbúninga. Sýningin er
óður til fagurkerans, minni til íslenskra kvenna, ómur fortíðar og vitnisburður nútíðar.
Viðburðurinn hefst kl. 14:00
Aðgangur er ókeypis fyrir alla sem mæta í safnið á þjóðbúningi.


Að þjóðbúningadeginum standa Þjóðminjasafn Íslands, Heimilisiðnaðarfélag Íslands,
Þjóðbúningaráð og Þjóðbúningastofa.

Sunnudaginn 13. mars nk. verður þjóðbúningadagur í Þjóðminjasafni Íslands.

Gestir eru hvattir til að mæta á þjóðbúningi til að sýna sig og sjá aðra. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem eiga
búning að nota hann og jafnframt fyrir alla sem eru áhugasamir um íslenska þjóðbúninga að
koma og sjá fjölbreytni þeirra. Mögulegt verður að fá aðstoð við uppsetningu höfuðbúnaðs á
safninu. Sérstaklega er hvatt til þess að fólk mæti á þjóðbúningi síns heimalands.
Á Torgi við Safnbúðina verður sýningin Kvon. Á sýningunni má sjá kjóla hannaða af Maríu
Th. Ólafsdóttur, en hún sækir meðal annars innblástur í íslenska þjóðbúninga. Sýningin er
óður til fagurkerans, minni til íslenskra kvenna, ómur fortíðar og vitnisburður
nútíðar.


Viðburðurinn hefst kl. 14:00
Aðgangur er ókeypis fyrir alla sem mæta í safnið á þjóðbúningi.

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands