52. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands fer fram í Salthúsinu í Grindavík 26. - 27. febrúar nk.
Yfirskrift fundarins er Jákvæðni og vellíðan í félagsstarfi
Aðalfyrirlesari á fundinum er Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur og ritstjóri Húsfreyjunnar.
Kvenfélagskonur eru velkomnar að koma og hlýða á erindi Kristínar Lindu á meðan húsrúm leyfir.
Formannafundir Kvenfélagasambands Íslands fara fram tvisvar á ári. Fundina sækja formenn héraðssambanda KÍ ásamt stjórnar og nefndarkonum sambandsins.
Fyrri fundurinn, sem er aðalfundur, er haldinn í febrúar eða mars og sá síðari í nóvember.
Dagskrá fundarins:
Föstudagur 26. febrúar
Kl. 16.30 Fundur settur
Kosning fundarstjóra og ritara fundarins
Kl. 16.40 Jákvæðni og vellíðan í félagsstarfi, Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur
Kl. 17.30 Húsfreyjan, Guðrún Þórana Jónsdóttir formaður útgáfustjórnar
Kl. 17.45 Matarsóunarverkefni KÍ, Hulda Margrét Birkisdóttir verkefnisstj.
Kl. 18.00 Sumarfundur NKF Vestmannaeyjum og alheimsþing ACWW Warwik Englandi
Kl. 18.20 Hópefli
Kl. 18.50 fundi frestað
Kl 20.00 Fordrykkur og kvöldverður í Salthúsinu
Létt skemmtun með kvenfélagskonum af svæðinu og tengslanetið eflt
Laugardagur 27. febrúar
Kl. 9.00 Fundi fram haldið
Fundargerð síðasta formannaráðsfundar borin upp til samþykktar, sjá meðf. fundargerð
Skýrsla stjórnar Kvenfélagasambands Íslands
Reikningar Kvenfélagasambands Íslands og Húsfreyjunnar
Fjárhagsáætlun Kvenfélagasambands Íslands
Kl. 10.00 Molasopi og hreyfing
Kl. 10.20 Kosningar
Stjórnarkjör: varaforseti KÍ til 3ja ára og varakona í stjórn til 3ja ára
Nefndarkjör: Uppstillinganefnd KÍ til 3ja ára
Kl. 11.00
Starfsáætlair héraðssambanda
Nýtum félagsmálabók KÍ http://www.kvenfelag.is/images/stories/37landsthing/Felagsmalabok_KI_2015_oktober.pdf
Kl. 12.30 fundi frestað, hádegisverður
Kl. 13.30 – 14.30
Verkefna og starfsáætlun KÍ
Önnur mál
Kl. 14.30 Fundarslit
Ath. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar