Alþjóðadagur sjálfboðaliðans og sjónvarpsþáttur um upphaf kvenfélaganna á Íslandi

Skagfirskar kvenfélagskonurSkagfirskar kvenfélagskonurAlþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans er 5. desember. Dagurinn er opinberlega viðkenndur af Sameinuðu þjóðunum sem dagur þar sem sjálfboðaliðar um allan heim eru viðurkenndir og fagnað fyrir framlag þeirra og skuldbindingu. Það er vel við hæfi að sýna sjónvarpsþátt um upphaf kvenfélaganna á Íslandi í tengslum við þennan dag. Löngu áður en orðið sjálfboðaliði varð landsmönnum tungutækt var það orðið kvenfélagskona sem var notað yfir þær konur sem sinntu sjálfboðaliðastarfi í þágu samfélagins.

Hér má sjá stuttan þátt í þáttaröðinni Öldin hennar á RÚV Þáttuinn sem sýndur var á RÚV 6. desember 2015  Í ár í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna sýnir RÚV 52 örþætti sem sendir út á jafnmörgum vikum um stórar og stefnumarkandi atburði sem tengjast sögu íslenskra kvenna, baráttu þeirra fyrir samfélagslegu jafnrétti og varpar ljósi kvennapólitík í sínum víðasta skilningi.
Viðmælandinn í þættinum, Sigríður Sigurðardóttir, segir m.a. að henni hafi þótt sem kvenfélögin ættu erfitt uppdráttar undir lok síðust aldar vegna lítillar endurnýjunar. Jafnframt fannst henni merkilegt að svo virðist sem að nú séu kvenfélögin víða um land vera að styrkjast. Kvenfélagasambandið tekur undir að kvenfélögin séu að styrkjast, það sýnir m.a. öflugt og nýafstaðið landsþing KÍ á Selfossi í október sl. sem og öflug starfssemi kvenfélaganna um land allt sem víða sjá enn um flestar samkomur til sveita og halda uppi mikilvægri þjónustu við samfélagið. 
 


 

 

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands