Aðventu og jólablað Húsfreyjunnar er komið út, glæsilegt að vanda.
Blaðið er til sölu í öllum helstu bókabúðum landsins. Í blaðinu er áhugavert viðtal við Önnu Katarzynu Wozniczku formann Félags kvenna af erlendum uppruna og kvenfélagskonu í Kvenfélagi Grímsneshrepps. Ásta Price sem ólst upp í Suður-Afríku en býr í Mývatnssveit segir sögu sín og Dagný Finnbjörnsdóttir kvenfélagskona í Hnífsdal og nýr formaður Sambands vestfirskra kvenna segir lesendum frá sínu líf en hún rekur tískverslun og er í háskólanámi.
Í Húsfreyjunni er glæsilegur matarþáttur með uppskriftum Helenu Gunnarsdóttur og vandaður handavinnuþáttur unnin af Ásdísi Sigurgestsdóttur þar sem englar, sjöl, vetlingar og ljósaseríur eru í aðalhlutverki.
Þar er einnig að finna umfjöllun um mikilvægi þess að sleppa einu og öðru í desember og bara láta nægja. Frá Leiðbeiningastöð heimilanna koma uppskriftir að jólailmi og góð ráð fyrir veisluhald. Arna hjá Cake Decorator kennir einfaldar og glæsilegar kökuskreytingar, fjallað er um geymsluþol matvæla og sagt er frá heimsþingi Alþjóðasamtaka dreifbýliskvenna sem fram fór í Bretlandi í haust. Auk þess má finna í Húsfreyjunni krossgátu og ljóð kvenna um aðventu og jól.
Húsfreyjan kemur út fjórum sinnum ári og er seld í áskrift hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í lausasölu í öllum helstu bókabúðum landsins.
Ritstjóri er Kristín Linda Jónsdóttir.