90 ára afmæli KSGK

HeiðursfélagarKSGK90. aðalfundur Kvenfélagasambands Gullbringu og Kjósarsýslu KSGK var haldinn í Gjánni í Grindavík laugardaginn 2. mars sl. Gestgjafi var Kvenfélag Grindavíkur. Var fundurinn vel sóttur af þeim 10 félögum sem saman mynda KSGK. Félög kynntu fjölbreytt störf sín á sínum svæðum.

Sigríður Finnbjörnsdóttir  og Ása Atladóttir voru gerðar að heiðursfélögum KSGK á aðalfundinum. Eru þær á myndinni hér til hliðar. 

Að loknum fundi var svo móttaka þar sem Bæjarstjóri Grindavíkur Fannar Jónasson, hélt ávarp og bauð konur velkomnar í bæinn og sagði frá sögu Grindavíkur. Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir bauð síðan upp á stórkostlegan söng.

Um kvöldið var svo haldin afmælishátíð í Gjánni þar sem félögin buðu upp á fjölbreytt heimatilbúin skemmtiatriði. Forseti KÍ Guðrún Þórðardóttir færði félaginu fallega gestabók og góðar kveðjur frá Kvenfélagasambandi Íslands. Vel heppnað kvöld þar sem um 150 konur sungu fjöldasöng og skemmtu sér við hlátur og dans fram undir miðnætti.

Fleiri myndir frá fundinum og kvöldinu.

StjórnKSGK ÖLL

Stjórn KSGK

 

gþ

Forseti KÍ Guðrún Þórðardóttir færði sambandinu góðar kveðjur og gestabók að gjöf. 

 

veislan og Solla

Salurinn var fallega skreyttur og þarna er Sólveig Ólafsdóttir formaður Kvenfélags Grindavíkur hress að vanda

Kvenfélagasamband Íslands þakkar kærlega fyrir góðar móttökur á fundinum og afmælishátíðinni.

Við þökkum Unu Maríu Óskarsdóttir fyrir afnot af myndum sem hún tók. 

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands