Breytingar og nýjar konur í stjórn KÍ

Á 58. formannaráðsfundi sem haldin var á Hallveigarstöðum helgina 22. - 23. febrúar sl. voru kosnar tvær nýjar konur inn í stjórn Kvenfélagasambands Íslands.  Þórný Jóhannsdóttir (áður varastjórnarkona KÍ) var kosin varaforseti tvær nýjar varastjórnarkonur voru kosnar þær Björg Baldursdóttir formaður Sambands skagfirskra kvenna og félagskona í Kvenfélagi Hólahrepps og Sólveig Ólafsdóttir formaður Kvenfélags Grindavíkur. 

Vilborgu Eiríksdóttur fráfarandi varaforseta og Kristínu Árnadóttur fráfarandi varastjórnarkonu voru færðar þakkir fyrir störf sín í stjórn Kvenfélagasambands Íslands sl ár. 

Stjórn KÍ er nú þannig skipuð:

Guðrún Þórðardóttir, forseti

Þórný Jóhannsdóttir, varaforseti

Sólrún Guðjónsdóttir, ritari

Bryndís Ásta Birgisdóttir, gjaldkeri

Þuríður Guðmundsdóttir, meðstjórnandi

Björg Baldursdóttir og Sólveig Ólafsdóttir, varastjórnarkonur. 

 

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands