76610993 2500453790003624 6521443338262937600 nKvenfélagasamband Íslands ásamt fjölmörgum öðrum félagasamtökum tekur þátt í alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem má rekja aftur til ársins 1991. Dagsetning átaksins var valin til að tengja á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi. Þann 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gegn konum og 10. desember er hinn alþjóðlegi mannréttindadagur. Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis.  Frá 25. nóvember til 10. desember verða birtar greinar á hverjum degi í Frétta­blaðinu. Staðið verður fyrir ýmsum við­burðum á meðan að átakinu stendur. millumkerin #SafeatWork og #16dagar verða notuð á samfélagsmiðlum. 

Kyn­bundið of­beldi er ein af verstu birtingar­myndum kynja­mis­réttis og fyrir­finnst í öllum sam­fé­lögum, þar á meðal á Ís­landi en kyn­bundið of­beldi er of­beldi á grund­velli kyns.

Bæði konur og karlar upp­lifa kyn­bundið of­beldi, en konur og stúlkur eru meiri­hluti þeirra sem verða fyrir slíku of­beldi. Kyn­bundið of­beldi lýsir sér meðal annars í nauðgun, man­sali, kyn­ferðis­á­reitni, á­samt annars konar líkam­legu og and­legu of­beldi og fyrir­finnst jafnt innan heimilis sem utan.

Í ár er yfir­skrift 16 daga á­taksins að stöðva kyn­bundið of­beldi á vinnu­stöðum. Um­ræða um kyn­bundið obeldi á vinnu­stöðum er þörf í sam­fé­laginu ef marka má fyrstu niður­stöður úr rann­sókninni Á­falla­sögur kvenna sem birtar voru í mars á þessu ári. Þar kemur fram að ein af hverjum þremur konum hefur orðið fyrir kyn­ferðis­legri á­reitni eða of­beldi í starfi eða námi. Þar sem að ein­blínt er á kyn­bundið of­beldi á vinnu­stöðum munu stéttar­fé­lög taka þátt í á­takinu í ár.

 

minningasjóðurInga LIfÁ afmælishófi í tilefni 70 ára útgáfu Húsfreyjunnar og jólafundi Kvenfélagasambandsin 15. nóvember sl. var úthlutað styrk úr Minningarsjóði Helgu M. Pálsdóttur.

Minningasjóðurinn var stofnaður samkvæmt ákvæði í erfðaskrá Helgu M. Pálsdóttur, 25. ágúst 1987. Hlutverk sjóðsins er að styrkja ungar konur til framhaldsnáms, sbr. 3. grein stofnskrár hans.

Að þessu sinni var veittur einn 250.000 króna styrkur.

Það var Inga Líf Ingimarsdóttir sem hlaut styrk að þessu sinni.  Inga Líf stundar nú nám í fatatækni og hyggur á frekara nám sem klæðskeri.

 

forseti og ritstjoriminniFöstudaginn 15. nóvember var mikil hátíð á Hallveigarstöðum þar sem fram fór málþing og afmælishóf í tilefni 70 ára útgáfu Húsfreyjunnar - tímarits Kvenfélagasambands Íslands.

Húsfyllir var á Hallveigarstöðum þar sem gestir hlýddu á fróðleg erindi um 70 ára sögu Húsfreyjunnar á málþingi.

Guðrún Þórðardóttir forseti Kvenfélagasambandsins setti málþingið og bauð gesti velkomna. 

Kristín Linda Jónsdóttir ritstjóri Húsfeyjunnar fór yfir útgáfu, sögu og ritstjórn.  Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur og fyrrum framkvæmdastýra Jafnréttisstofu flutti erindi um Viðmælendur Húsfreyjunnar í 70 ár. Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur ræddi um Fæðuval og matargerð í Húsfreyjunni. Jóhanna Erla Pálmadóttir fyrrum framkvæmdastjóri Textílseturs Íslands á Blönduósi gerði Handavinnusögunni eins og hún birtist í Húsfreyjunni í 70 ár skil. Rakel Þórðardóttir  sunnlensk kvenfélagskona horfði til framtíðar frá sjónarhól áskrifenda. Hulda Ragnheiður Árnadóttir formaður FKA ávarpaði málþingið.  Þuríður Sigurðardóttir var  með Tónlistaratriði og hún og Pálmi Sigurhjartarson sem spilaði undir fengu gesti með sér í fjöldasöng á söngperlum frá ferli Þuríðar. Þórný Jóhannsdóttir varaforseti var dagskrárstjóri þingsins.

Að loknu málþinginu voru úrslit í Ljóðasamkeppni Húsfreyjunnar kynnt. 

  1. verðlaun hlaut Guðrún Hannesdóttir fyrir ljóð sitt; þrengir að
  2. verðlaun hlaut Kristín Arngrímsdóttir fyrir sitt ljóð; Prestssetur á Rangárvöllum árið 1963. Borðstofa
  3. Verðlaun hlaut svo Bergljót Þorsteinsdóttir fyrir sitt ljóð; það er gott.

Enn á ný mæta kvenfélagskonur á Hallveigarstaði með saumavélarnar sínar og bjóða upp á aðstoð við fataviðgerðir laugardaginn 5. október nk kl 12- 16.

Saumaverkstæði kvenfélagskvenna sem bjóða upp á aðstoð við fataviðgerðir. 
Fataskiptimarkaðurinn verður á sínum stað.

Að þessu sinni ætlar Snjólaug Sigurjónsdóttir að sýna okkur hvernig gera má við Prjónaflíkur. Áttu götótta prjónaða sokka eða peysur? Mættu með það til okkar. 

mistur.is, Virpi á Réttri hillu, Reykjavík Tool Library og fleiri á svæðinu til að fræða og kynna. 

Að sjálfsögðu kaffi og með því til sölu í kaffihorninu.

Verið velkomin.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands