Kvenfélögin um land allt skipta miklu máli í sínum nærsamfélögum og styðja við margvísleg málefni með gjöfum, fjármunum og vinnu.
Á meðfylgjandi mynd eru ljósmæðurnar með stjórn Nönnu - Ljósm: ÞÁ
Eitt af meginverkefnum kvenfélagsins Nönnu í Neskaupstað er að styrkja góð málefni innan samfélagsins. Að þessu sinni gaf kvenfélagið fæðingardeild sjúkrahússins í Neskaupstað þrjár fullkomnar nýburavöggur, en kominn var tími á gömlu vöggurnar. Af því tilefni var stjórn Nönnu boðið í kaffi á sjúkrahúsinu ásamt þeim Jónínu Salnýju Guðmundsdóttur Ingibjörgu Birgisdóttur og Hrafnildi L. Guðmundsdóttur ljósmæðrum. Mjög ánægjuleg stund í alla staði. Stjórn Nönnu skipa þær Þorgerður Malmquist, Svala Guðmundsdóttir, Dagný Gunnarsdóttir, Ólöf Þorgeirsdóttir, Sólveig Einarsdóttir og Helga M. Steinsson. Stjórn Kvenfélagsins þakkar öllum styrktaraðilum sínum fyrir stuðninginn. Vel gert hjá þeim og til hamingju með þetta góða starf.
Ljósmæðurnar Ingibjörg Birgisdóttir, Jónína Salný Guðmundsdóttir og Hrafnhildur L. Guðmundsdóttir á fæðingardeild sjúkrahússins í Neskaupstað með eina af nýburavöggunum ljósmynd HMS.