Kvenréttindadagurinn 19. júní

Til hamingju með daginnTil hamingju með daginn!

Í dag 19. júní er Kvenréttindadagurinn og við fögnum því að 104 ár eru síðan konur á Íslandi fengu kosningarétt.

Félög kvenna á Hallveigarstöðum bjóða ykkur velkomin á hátíðarfund í samkomusal Hallveigarstaða klukkan 17:00 að Túngötu 14.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, nýskipaður skrifstofustjóri jafnréttismála hjá forsætisráðuneytinu, fyrrverandi borgarstjóri og alþingismaður er gestur fundarins.

Þess má geta að Steinunn að Valdís starfaði um tíma á skrifstofu Kvenfélagasambandsins. Steinunn veður með erindi um jafnréttismál á Íslandi. Léttar kaffiveitingar eru í boði Hallveigarstaða.

Fyrir hönd Reykjavíkurborgar leggur forseti borgarstjórnar blómsveig á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Suðurkirkjugarði klukkan 11:00 í dag til að minnast hennar og réttindabaráttu kvenna. Salóme Katrín Magnúsdóttir flytur tvö lög.

Í Hofi á Akureyri klukkan 17:00 verður frumsýnd heimildarmynd um frú Elísabetu Jónsdóttir frá Grenjaðarstað sem var í fremstu víglínu í baráttu kvenna á Íslandi fyrir kosningarétti ásamt því að vera menningarstólpi samfélagsins sem hún bjó í.

Elísabet tók þátt í að stofna Kvenfélag Stokkseyrarprestakalls aðeins 19 ára gömul. Eftir að hún flutti norður stofnaði hún einnig Kvenfélag Húsavíkur og Kvenfélag Aðaldæla og var fyrsta forstöðukona þess félags 1908-1924. Tilgangur kvenfélaganna á þeim tíma var fyrst og fremst að berjast fyrir kosningarétti kvenna og vekja áhuga almennings á því að vernda sjálfstæði kvenþjóðarinnar út á við og að auka almenna menntun kvenna. Það kemur því ekki á óvart að þær komu að stofnun Laugaskóla í Reykjadal á sínum tíma.

Verið hjartanlega velkomin á þessa viðburði til að fagna saman deginum.
Kvenfélögin eru samofin sögu kvenna í yfir 100 ár.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands