Í tilefni aðstæðna vegna heimsfaraldrar Covid-19 veirunnar hefur fresturinn til skráninga á Norræna sumarþingið í júní verið framlengdur til 30. april 2020.
Við munum að sjálfsögðu fylgjast vel með þróun mála og staðan metin aftur er nær dregur.
Það er því ekki nauðsynlegt fyrir ykkur að taka ákvörðun núna strax um skráningu á þingið. Vonandi gengur þetta hratt yfir og við getum hist saman allar hressar og kátar á Norrænu sumarþingi í júní nk.
Við viljum í leiðinni hvetja ykkur að því að gæta að félagskonum sem eru í áhættuhóp vegna Covid-19 og hvetjum ykkur allar til að fara í eftir leiðbeiningum Almannavarna og Landlæknis sem eru uppfærðar reglulega.
Vinsamlega komið þessum skilaboðum til ykkar félagskvenna. Þannig styðjum við hvor aðra og samfélagið til að komast í gegnum þennan faraldur.
Sjá hér að neðan sem tekið er af síðu Landlæknis í dag 12.mars 2020
Hverjir eru í mestri hættu á að smitast af COVID-19?
Nánir aðstandendur einstaklinga sem hafa veikst af COVID-19 eru í mestri hættu á að smitast sjálfir. Einstaklingar sem í starfi sínu eða félagslífi umgangast náið mikinn fjölda einstaklinga eru einnig í meiri smithættu en þeir sem umgangast fáa aðra. Handhreinsun og almennt hreinlæti eru mikilvægasta vörn gegn smiti.
Read More