Í tilefni af 70 ára afmæli Húsfeyjunnar, tímarits Kvenfélagasambands Íslands er boðað til málþings og afmælishófs föstudaginn 15. nóvember klukkan 14.00 á Hallveigarstöðum í Reykjavík.
Í tilefni af 70 ára afmæli Húsfeyjunnar, tímarits Kvenfélagasambands Íslands er boðað til málþings og afmælishófs föstudaginn 15. nóvember klukkan 14.00 á Hallveigarstöðum í Reykjavík.
Enn á ný mæta kvenfélagskonur á Hallveigarstaði með saumavélarnar sínar og bjóða upp á aðstoð við fataviðgerðir laugardaginn 5. október nk kl 12- 16.
Saumaverkstæði kvenfélagskvenna sem bjóða upp á aðstoð við fataviðgerðir.
Fataskiptimarkaðurinn verður á sínum stað.
Að þessu sinni ætlar Snjólaug Sigurjónsdóttir að sýna okkur hvernig gera má við Prjónaflíkur. Áttu götótta prjónaða sokka eða peysur? Mættu með það til okkar.
mistur.is, Virpi á Réttri hillu, Reykjavík Tool Library og fleiri á svæðinu til að fræða og kynna.
Að sjálfsögðu kaffi og með því til sölu í kaffihorninu.
Verið velkomin.
Þriðja tölublað sjötugasta árgangs Húsfreyjunnar er komið út. Að þessu sinni er hugguleg kaffiboðsstemming á forsíðunni enda um að gera að koma á notalegum samverustundum núna þegar haustið og veturinn heilsar. Í tímaritinu er að venju fjölbreytt efni, meðal annars viðtal við Ingrid Kuhlman um hamingjuleiðir en samkvæmt rannsóknum er hamingjan mest á aldrinum 70-79 ára. Gefin ráð um pottablóm, varnir gegn eitrunum á heimilum og spjallað við Fanndísi Huld glerblásara um listina og lífið. Svo er auðvitað Handvinnuþátturinn sem nú er i umsjón Steinunnar Þorleifsdóttur textílkennara, hún gefur uppskrift af m.a. hekluðu haustteppi og prjónuðum rebbavettlingum og húfu. Matarþátturinn er í umsjón Alberts Eiríkssonar sem gefur uppskriftir af hollum og góðum hversdagsmat. Njótið vel.
Í tilefni af 70 ára afmæli Húsfeyjunnar, tímarits Kvenfélagasambands Íslands er boðað til málþings og afmælishófs föstudaginn 15. nóvember klukkan 14.00 á Hallveigarstöðum í Reykjavík.
Í tilefni af 75 ára lýðveldisafmæli Íslands bauð forsætisráðuneytið í samvinnu við Landssamband bakarameistara upp á Lýðveldisköku og var hún 75 metra löng þriggja botna mjúk súkkulaðikaka með karamellu- rjómaostakremi og marsípani. Sáu Kvenfélagskonur um að skera kökuna í hátíðargesti. Kvenfélagskonur tóku vel í að vera með í þessu skemmtilega verkefni. Hátt í 50 konur mættu, margar þeirra voru í íslenskum þjóðbúning í tilefni dagsins. Konurnar byrjuðu daginn á að hittast og hita upp í húsnæði Kvenfélagasambandsins á Hallveigarstöðum að morgni 17. júní. Til að lágmarka allt einnota plastdót, voru konurnar beðnar að mæta með sína eigin tertuspaða. Það var því flottur hópur kvenna vopnaður tertuspöðum sem gekk fylktu liði frá Hallveigarstöðum að Sóleyjargötu þar sem tertan góða beið tilbúin. Jói Fel, formaður landssambands bakarameistara byrjaði á að skera fyrstu sneiðarnar fyrir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Dag B. Eggertsson borgarstjóra. Tertan rann svo ljúft niður í hátíðargesti sem nutu veðurblíðunnar þennan dag. Mikil stemming var í hópnum og varð þetta skemmtilega verkefni að yndislegri samveru þeirra kvenna sem tóku þátt.
Til hamingju með daginn!
Í dag 19. júní er Kvenréttindadagurinn og við fögnum því að 104 ár eru síðan konur á Íslandi fengu kosningarétt.
Félög kvenna á Hallveigarstöðum bjóða ykkur velkomin á hátíðarfund í samkomusal Hallveigarstaða klukkan 17:00 að Túngötu 14.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, nýskipaður skrifstofustjóri jafnréttismála hjá forsætisráðuneytinu, fyrrverandi borgarstjóri og alþingismaður er gestur fundarins.
Þess má geta að Steinunn að Valdís starfaði um tíma á skrifstofu Kvenfélagasambandsins. Steinunn veður með erindi um jafnréttismál á Íslandi. Léttar kaffiveitingar eru í boði Hallveigarstaða.
Fyrir hönd Reykjavíkurborgar leggur forseti borgarstjórnar blómsveig á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Suðurkirkjugarði klukkan 11:00 í dag til að minnast hennar og réttindabaráttu kvenna. Salóme Katrín Magnúsdóttir flytur tvö lög.
Í Hofi á Akureyri klukkan 17:00 verður frumsýnd heimildarmynd um frú Elísabetu Jónsdóttir frá Grenjaðarstað sem var í fremstu víglínu í baráttu kvenna á Íslandi fyrir kosningarétti ásamt því að vera menningarstólpi samfélagsins sem hún bjó í.
Elísabet tók þátt í að stofna Kvenfélag Stokkseyrarprestakalls aðeins 19 ára gömul. Eftir að hún flutti norður stofnaði hún einnig Kvenfélag Húsavíkur og Kvenfélag Aðaldæla og var fyrsta forstöðukona þess félags 1908-1924. Tilgangur kvenfélaganna á þeim tíma var fyrst og fremst að berjast fyrir kosningarétti kvenna og vekja áhuga almennings á því að vernda sjálfstæði kvenþjóðarinnar út á við og að auka almenna menntun kvenna. Það kemur því ekki á óvart að þær komu að stofnun Laugaskóla í Reykjadal á sínum tíma.
Verið hjartanlega velkomin á þessa viðburði til að fagna saman deginum.
Kvenfélögin eru samofin sögu kvenna í yfir 100 ár.