Guðni ThSmaller 25.08 12

Kveðja

forseta Íslands

Guðna Th. Jóhannessonar

til

Kvenfélagasambands Íslands

Á 90 ára afmæli Kvenfélagasambands Íslands færi ég því heillaóskir. Á stofndegi sambandsins, 1. febrúar 1930, var margt með öðrum brag í samfélaginu en um okkar daga. Mjög hallaði á konur á flestum sviðum. Vissulega var tekið að rofa til eftir óralanga undirokun. Konur höfðu öðlast kosningarétt og æðri menntastofnanir voru þeim ekki lengur með öllu lokaðar. Þeir sigrar unnust í krafti fjöldans og þeirra kvenna sem stóðu í fylkingarbrjósti þótt hliðhollir karlar hafi að sjálfsögðu einnig haft sitt að segja; þeir voru jú áfram í öllum valdastöðum.

áskorun hjúkrunarfræðingar 1Kvenfélagasamband Íslands skorar á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við hjúkrunarfræðinga, sem nú á þessm tímum heimsfaraldrar standa ásamt öðrum heilbrigðisstéttum í fremstu línu.

Það er ólíðandi að þessi mikilvæga heilbrigðisstétt skuli starfa í óvissu um kjaramál sín til lengri tíma.  

Því skorum við á saminganefnd ríkisins að ganga frá samningum án tafar.

Veikleikar í nútímasamfélagi

– nýjar hættur eða gamlar áskoranir?

NORRÆNA BRÉFIÐ 2020 - FRÁ SVÍÞJÓÐ

Höfundur: Misse Wester prófessor við Háskólann í Lundi

Misse westersmall IIÞað liggur í augum uppi að samfélagið stendur frammi fyrir fleiri áskorunum og meiri hættum en nokkru sinni fyrr. Mikið af sameiginlegum sjóðum samfélagsins eru notaðir til að koma í veg fyrir eða draga úr ófyrirséðum atburðum og neikvæðum afleiðingum þeirra. Augljóslega eru þessir ferlar, áhættugreining og viðbragðsáætlun, grundvallaðir á tölfræðilegum útreikningum. Í fljótu bragði má álykta að þar sem stærsta váin liggur, þangað fer mesta aðstoðin/úrræðin. Það er þó ekkiraunin. Forgangsröðun áhættuþáttanna fer eftir forsendum og gildismati á þeim. Til dæmis hafa börn hærra verndargildi en aðrir hópar. Þetta getur einnig átt við hættur sem steðja að fámennum hópum samfélagins vegna hvers konar glæpastarfsemi. Það er lögð meiri áhersla á að koma í veg fyrir hættur af þeirra völdum en hættur sem hafa áhrif á stærri samfélagshópa. Hvernig ólíkir hópar upplifa mismunandi hættur og hvað eru ásættanlegar afleiðingar, hefur áhrif á forgangsröðun hjá valdhöfum hvað varðar fyrirbyggjandi aðgerðir og viðbrögð, óháð því hversu algeng viðkomandi hætta er. Sú staðreynd að við skynjum og forgangsröðum hættu á mismunandi vegu hefur einnig áhrif á hegðun okkar sem einstaklinga.

Ef við upplifum að eitthvað ógni heilsu okkar og vellíðan er raunhæft að gera ráð fyrir því að hver og einn bregðist við, til að draga úr þeirri ógn.

Viljum vekja athygli á því að viðvera starfsmanns á skrifstofu KÍ á Hallveigarstöðum mun raskast næstu vikurnar vegna COVID-19 faraldursins 

Starfsmaður KÍ er með barn í grunnskóla og er því bundin takmörkum hversu mikið hún getur verið á skrifstofunni.  Hún svarar þó í símann heimavið þegar ekki á skrifstofunni. Ef þið eigið brýnt erindi á skrifstofuna, þá endilega hringið eða sendið tölvupóst og við mælum okkur mót á Hallveigarstöðum. 

Starfsmaður mun kappkosta að láta starfið þó ekki raskast að öðru leyti. 

 

Farið með vel með ykkur.   

Í tilefni aðstæðna vegna heimsfaraldrar Covid-19 veirunnar hefur fresturinn til skráninga á Norræna sumarþingið í júní verið framlengdur til 30. april 2020.

Við munum að sjálfsögðu fylgjast vel með þróun mála og staðan  metin aftur er nær dregur.

Það er því ekki nauðsynlegt fyrir ykkur að taka ákvörðun núna strax um skráningu á þingið.  Vonandi gengur þetta hratt yfir og við getum hist saman allar hressar og kátar á Norrænu sumarþingi í júní nk.

Við viljum í leiðinni hvetja ykkur að því að gæta að félagskonum sem eru í áhættuhóp vegna Covid-19 og hvetjum ykkur allar til að fara í eftir leiðbeiningum Almannavarna og Landlæknis sem eru uppfærðar reglulega.  

Vinsamlega komið þessum skilaboðum til ykkar félagskvenna. Þannig styðjum við hvor aðra og samfélagið til að komast í gegnum þennan faraldur.

Sjá hér að neðan sem tekið er af síðu Landlæknis í dag 12.mars 2020

Hverjir eru í mestri hættu á að smitast af COVID-19?
Nánir aðstandendur einstaklinga sem hafa veikst af COVID-19 eru í mestri hættu á að smitast sjálfir. Einstaklingar sem í starfi sínu eða félagslífi umgangast náið mikinn fjölda einstaklinga eru einnig í meiri smithættu en þeir sem umgangast fáa aðra. Handhreinsun og almennt hreinlæti eru mikilvægasta vörn gegn smiti.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands