AusturHúnStjórnAðalfundur SAHK – Sambands austur-húnvetnskra kvenna var haldinn á Blönduósi, fimmtudaginn 2. maí.   Árið 2018 átti Sambandið 90 ára afmæli og var ákveðið að halda fjáröflunarsamkomu í tilefni afmælisins og að allur ágóði skyldi renna til Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi, til kaupa á baðlyftu.

Á aðalfundinum þann 2. maí 2019 afhenti síðan stjórn Sambandsins formanni stjórnar Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi, Sigurlaugu Hermannsdóttur, afraksturinn að fjáröflunarsamkomunni peningagjöf að fjárhæð 725 þúsund krónur til kaupa á baðlyftu fyrir heilbrigðisstofnunina.

Guðrún Þórðardóttir forseti Kvenfélagasambands Íslands mætti á fundinn og ávarpaði fundargesti og færði Sambandinu gjöf í tilefni 90 ára afmælisins, skrautritaða gestabók myndskreytta af Lindu Ólafsdóttur listakonu.

Kvenfélögin í Sambandinu eru sex og kvenfélagskonur eru 78. Starfsemi kvenfélaganna er mikilvæg í samfélaginu og fjölbreytt. Kvenfélögin hlúa að líknarmálum, menningarmálum, menntamálum, og umhverfismálum, fyrst og fremst í heimahéraði. Árið 2018 námu gjafir/styrkir kvenfélaganna í SAHK samtals um 1,5 milljónir króna.

forsidaHusfreyjan2.tbl2019Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í einlægu forsíðuviðtali og deilir með lesendum sögum af uppvexti sínum, upplifunum í einkalífi og stjórnmálastarfinu. Matarþátturinn er að sjálfsögðu á sínum stað þar sem Albert Eiríksson deilir með okkur sumarlegum réttum sem gott er að bjóða góðum gestum. Nýr þáttastjórnandi Handavinnuþáttarins er kynnt til leiks, en það er hún Steinunn Þorleifsdóttir textílkennari, hún býður okkur upp á hekluppskrift af borðkörfu sem má t.d. hekla úr gömlum bómullarbolum, prjónauppskriftir af fallegum barna- og fullorðinshúfum og saumaverkefni sem tilvalið er vinna úr gömlum gallabuxum eða öðru sem ekki er lengur not af.  Þeba Björt Karlsdóttir stjórnarkona í Félagi fagkvenna segir lesendum frá sjálfri sér og félaginu í viðtali við ritstjóra. Elín Aradóttir sem býr að Hólabaki í Húnavatnshreppi og rekur þar eigið fyrirtæki á sviði vefnaðar- og gjafavöruframleiðslu undir vörumerkjunum Lagður og Tundra svarar spurningum Húsfreyjunnar. Auk þess eru meðal annars í blaðinu frásögn frá Kvennanefndarfundi Sameinuðu þjóðanna, ferðaráð ritstjórans og nánari upplýsingar um Ljóðasamkeppni Húsfreyjunnar. 

Smelltu hér til að gerast áskrifandi. 

Hér má finna lista yfir sölustaði Húsfreyjunnar í lausasölu

Kvenfélögin um land allt skipta miklu máli í sínum nærsamfélögum og styðja við margvísleg málefni með gjöfum, fjármunum og vinnu. 

minni Nanna 2Á meðfylgjandi mynd eru ljósmæðurnar með stjórn Nönnu - Ljósm: ÞÁ

Eitt af meginverkefnum kvenfélagsins Nönnu í Neskaupstað er að styrkja góð málefni innan samfélagsins. Að þessu sinni gaf kvenfélagið fæðingardeild sjúkrahússins í Neskaupstað þrjár fullkomnar nýburavöggur, en kominn var tími á gömlu vöggurnar. Af því tilefni var stjórn Nönnu boðið í kaffi á sjúkrahúsinu ásamt þeim Jónínu Salnýju Guðmundsdóttur Ingibjörgu Birgisdóttur og Hrafnildi L. Guðmundsdóttur ljósmæðrum. Mjög ánægjuleg stund í alla staði. Stjórn Nönnu skipa þær Þorgerður Malmquist, Svala Guðmundsdóttir, Dagný Gunnarsdóttir, Ólöf Þorgeirsdóttir, Sólveig Einarsdóttir og Helga M. Steinsson. Stjórn Kvenfélagsins þakkar öllum styrktaraðilum sínum fyrir stuðninginn. Vel gert hjá þeim og til hamingju með þetta góða starf. 

websitebannerHelgina 11-12. maí verður boðið upp á fjölbreytta og fræðandi dagskrá fyrir alla fjölskylduna í Norræna húsinu. Áherslan verður lögð á viðgerðamenningu og aðferðir til að lengja líftímann á eigulegum og þörfum hlutum sem finnast á hverju heimili – allt frá reiðhjólum til buxna og brauðrista!

Markmiðið er að vekja athygli á 12. sjálfbærnimarkmiði Sameinuðu þjóðanna, sem hvetur til ábyrgari framleiðslu og neyslu.

Yfir helgina veður meðal annars boðið upp á smiðjur, fyrirlestra, námskeið, kynningar, markað, hönnunarsýningu og heimildarmyndir. Viðburðirnir eiga sameiginlegt að kynna leiðir til að nýta betur verðmætin allt í kringum okkur og draga úr sóun á ýmsum sviðum.

Saumaverkstæði kvenfélagskvenna: Vantar þig aðgang að saumavél? Kvenfélagasamband Íslands setur upp saumaverkstæði og aðstoðar gesti og gangandi við að bæta og breyta eigulegum fötum.

Misbrigði: Sýning unnin af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Ný hönnun úr gömlum fötum.

Sjá nánari dagskrá á síðu Norræna hússins

Hátíðin er skipulögð af Norræna húsinu í samstarfi við eftirfarandi aðila:

  • Félag sameinuðu þjóðanna á íslandi
  • Kvenfélagasamband Íslands
  • Landvernd
  • Listaháskóli Íslands
  • Repair Café / Tools Library
  • Umhverfisstofnun
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Vakandi

NORRÆNA BRÉFIÐ: Frá Finnlandi

Sjálfbær fæða og umhverfisvænn hversdagur
Sirpa Pietikäinen

14 01 16 Pietikainen portrait STR 66 small

Loftslagsbreytingar og ágengni gagnvart náttúruauðlindum eykst með ógnarhraða. Það er erfitt fyrir okkur að skilja þegar eitthvað eykst með veldishraða. Tveir verða tíu, tíu verða eitt hundrað, eitt hundrað verður tíu þúsund ... Margfeldisáhrifin leiða til þess að loftslagsbreytingar gerast mun hraðar en ella. Til að stöðva þessa þróun þarf að tvöfalda það sem gert er í dag. Viðfangsefnin verða að vera mörg og stór. Það er nauðsynlegt að koma á umsnúningi (backcasting-method). Mikilvægt er að byrja á að setja markmið um það sem við viljum ná fram og finna svo leiðirnar.

Löggjöf í ESB-ríkjum er nauðsyn til að draga úr loftslagsbreytingum í Evrópu. En það er einnig mikilvægt að einstaklingar og heimili taki málefnið föstum tökum. Við getum annaðhvort flýtt eða hægt á þróuninni með vali okkar í daglegu lífi. Margir einstaklingar eru nú þegar virkir þátttakendur í að bjarga jörðinni en það verður að fá alla hina með, einnig þá sem efast. Stofnanir og félagasamtök gegna mikilvægu hlutverki við að virkja sitt fólk, einfaldlega vegna þess að stór hluti þjóða tilheyrir stofnunum eða samtökum. Það ætti að vera sjálfsagður hlutur að finna hagnýtar lausnir og skipuleggja starfsemina í þágu jarðarinnar. Fyrr á tímum varð til hreyfing fólks sem vildi stuðla að almennri þekkingu meðal þjóða með hjálp ýmissa samtaka. Nú þarf svipaða hreyfingu meðal almennings til að bjarga jörðinni og sporna við loftslagsbreytingum.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands