Á haustmánuðum barst óvenjuleg beiðni frá Þjóðleikhúsinu, sem í senn var bæði skrýtin og of skemmtileg til að neita henni. Kvenfélagasamband Íslands var semsagt beðið um að taka þátt í leiksýningunni Engillinn sem verið var að setja á fjalirnar í Þjóðleikhúsinu.   Um er að ræða sýningu upp úr verkum Þorvaldar Þorsteinssonar (1960-2013), en hann skildi eftir sig fjölda verka sem notið höfðu mikla hylli. Það er Finnur Arnar Arnarson myndlistamaður og leikmyndahöfundur sem hefur skapað þess sýningu þar sem koma saman örverk, brot úr lengri verkum og vísanir í myndlist og gjörninga Þorvalds.   Beiðni Þjóðleikhússins fólst í að fá kvenfélög til að vera með kökubasar í hléinu. Hér er vísað í innsetningsverk Þorvaldar frá árinu 1996: „Næsti basar verður á laugardaginn klukkan 15:00“ á einkasýningu hans í Listasafni Akureyrar. Þorvaldur gerði þá samkomulag við fjögur kvenfélög á Akureyri um að halda sinn árlega kökubasar og handverksmarkað á sýningunni, á opnun hennar og síðan á hverjum laugardegi á meðan sýningin stóð yfir. Á hverjum laugardegi urðu þá til ný verk, heimagerðar kökur, handverk og jólaskraut.

Sýningin Engillinn var frumsýnd 21. desember í Kassanum og hafa kvenfélög tekið vel í þetta óvenjulega verkefni, mætt á sýningar, verið með kökubasar í hléinu og hafa haft gaman af.  Ágóðinn af sölunni rennur til góðgerðamála. Áhorfendur geta keypt sér kökur og annað bakkelsi og fá góðgætið afhent að lokinni sýningu.  Áhorfendur hafa tekið vel í þetta og hefur hingað til allt selst upp á hverri sýningu.  

Bæta má við að leikmyndin er öll úr nytjahlutum og er innblásin af verki Þorvaldar „tapað-fundið“ sem var hluti af yfirlitssýningu hans í Listasafni Reykjavíkur árið 2004.  Safnað var í gám á endurvinnslustöð Sorpu í Ánanaustum í Reykjavík og fylltist hann á einni helgi. Á sýningum geta áhorfendur keypt það sem þeir girnast úr leikmyndinni og fengið það afhent að eftir að sýningum lýkur. Öll innkoman af þessari sölu rennur til góðgerðamála og er það hlutverk Kvenfélagasambands Íslands að ráðstafa henni.

Tvö kvenfélög bíða nú spennt eftir að mæta á fjalirnar næstu helgi á næstu sýningar á Englinum 10. og 11. janúar nk.   Meðfylgjandi eru myndir af þeim sýningum sem kvenfélögin hafa tekið þátt í.

Kvenfélagasambandið þakkar kvenfélögunum kærlega fyrir að taka svona vel í þetta skemmtilega verkefni og þakkar Þjóðleikhúsinu fyrir samstarfið, en við vitum ekki enn hversu margar sýningarnar verða. 

Ef þitt kvenfélag vill taka þátt í sýningu, hafðu þá samband við Jenný á skrifstofu KÍ á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 Nánar um sýninguna á vef Þjóðleikhússins: https://www.leikhusid.is/syningar/engillinn

 

fkk

Eva Michelsen og Bryndís Friðgeirsdóttir mættu fyrir hönd Félags kvenna í Kópavogi á Aðalæfinguna.

81527983_2594516544103480_6466696803185065984_n.jpg

Sólveig Ólafsdóttir, Þórný Jóhannsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og Jenný Jóakimsdóttir mættu fyrir hönd stjórnar KÍ á frumsýninguna.

81702244_554443195138566_3989989618295504896_n.jpg

grimsnesminni

Kvenfélag Grimsneshrepps mætti á sýningu milli jóla og nýárs. 

82024436 1439734246189675 6136473397908996096 n

Ágústa Magnúsdóttir og Una Sveinsdóttir mættu á sýninguna 4. janúar. 

grindavik

Hressar konur frá Kvenfélagi Grindavíkur

grindo.jpg

Borðið fullt af kræsingum og allt seldist upp. 

 

grindokve.jpg

Já það er alltaf fjör hjá kvenfélagskonum. 

husfreyjanminnimyndFjórða tölublað Húsfreyjunnar á 70 ára útgáfuafmælis ári er komin út. 

Það er Eliza Reid forsetafrú sem er í aðalviðtali Húsfreyjunnar í þessu síðasta tölublaði ársins. Ritstjóri ræddi við hana um jafnréttismál, matarsóun og fatasóun, lífið sjálft og jólin sem koma senn.

Í blaðinu eru birt þau þrjú ljóð sem unnu 1. – 3. sætið í Ljóðasamkeppni Húsfreyjunnar og sagt frá höfundum þeirra. Kristín Ástgeirsdóttir skrifar um við hvaða konur hefur verið talað í þau 70 ár sem Húsfreyjan hefur komið út og Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur fer á skemmtilegan hátt yfir hvernig matargerð og uppskriftir haf birst í Húsfreyjunni í gegnum árin. Brynja Björk Halldórsdóttir sýnir hvernig hægt er að gera fallegar skreytingar úr því sem náttúran gefur okkur. Leiðbeiningastöð heimilanna birtir nokkrar uppskriftir af sykurlausum smákökum og Vilmundur Hansen fjallar um blómin sem algengust eru á aðventu og jólum og gefur ráð um umhirðu þeirra. Gefin er uppskrift af verðlaunasjali Dóru Líndal sem fékk fyrstu verðlaun í prjónasamkeppni á Prjónagleðinni á Blönduósi í sumar. Dagný í Hendur í höfn deilir tertuuppskriftum með lesendum. Sagt er frá jólaskeið Guðlaugar A. Magnússonar. Ásamt fjölmörgu öðru efni er matarþátturinn í umsjón Alberts Eiríkssonar á sínum stað og Steinunn Þorleifsdóttir gefur lesendum m.a. uppskrift af keðjuhekluðum vettlingum og hekluðu snjókorni í Handvinnuþættinum. 

Húsfreyjan fæst í áskrift á husfreyjan.is og er seld í lausasölu víða um land.

Njótið aðventunnar!

76610993 2500453790003624 6521443338262937600 nKvenfélagasamband Íslands ásamt fjölmörgum öðrum félagasamtökum tekur þátt í alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem má rekja aftur til ársins 1991. Dagsetning átaksins var valin til að tengja á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi. Þann 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gegn konum og 10. desember er hinn alþjóðlegi mannréttindadagur. Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis.  Frá 25. nóvember til 10. desember verða birtar greinar á hverjum degi í Frétta­blaðinu. Staðið verður fyrir ýmsum við­burðum á meðan að átakinu stendur. millumkerin #SafeatWork og #16dagar verða notuð á samfélagsmiðlum. 

Kyn­bundið of­beldi er ein af verstu birtingar­myndum kynja­mis­réttis og fyrir­finnst í öllum sam­fé­lögum, þar á meðal á Ís­landi en kyn­bundið of­beldi er of­beldi á grund­velli kyns.

Bæði konur og karlar upp­lifa kyn­bundið of­beldi, en konur og stúlkur eru meiri­hluti þeirra sem verða fyrir slíku of­beldi. Kyn­bundið of­beldi lýsir sér meðal annars í nauðgun, man­sali, kyn­ferðis­á­reitni, á­samt annars konar líkam­legu og and­legu of­beldi og fyrir­finnst jafnt innan heimilis sem utan.

Í ár er yfir­skrift 16 daga á­taksins að stöðva kyn­bundið of­beldi á vinnu­stöðum. Um­ræða um kyn­bundið obeldi á vinnu­stöðum er þörf í sam­fé­laginu ef marka má fyrstu niður­stöður úr rann­sókninni Á­falla­sögur kvenna sem birtar voru í mars á þessu ári. Þar kemur fram að ein af hverjum þremur konum hefur orðið fyrir kyn­ferðis­legri á­reitni eða of­beldi í starfi eða námi. Þar sem að ein­blínt er á kyn­bundið of­beldi á vinnu­stöðum munu stéttar­fé­lög taka þátt í á­takinu í ár.

 

minningasjóðurInga LIfÁ afmælishófi í tilefni 70 ára útgáfu Húsfreyjunnar og jólafundi Kvenfélagasambandsin 15. nóvember sl. var úthlutað styrk úr Minningarsjóði Helgu M. Pálsdóttur.

Minningasjóðurinn var stofnaður samkvæmt ákvæði í erfðaskrá Helgu M. Pálsdóttur, 25. ágúst 1987. Hlutverk sjóðsins er að styrkja ungar konur til framhaldsnáms, sbr. 3. grein stofnskrár hans.

Að þessu sinni var veittur einn 250.000 króna styrkur.

Það var Inga Líf Ingimarsdóttir sem hlaut styrk að þessu sinni.  Inga Líf stundar nú nám í fatatækni og hyggur á frekara nám sem klæðskeri.

 

forseti og ritstjoriminniFöstudaginn 15. nóvember var mikil hátíð á Hallveigarstöðum þar sem fram fór málþing og afmælishóf í tilefni 70 ára útgáfu Húsfreyjunnar - tímarits Kvenfélagasambands Íslands.

Húsfyllir var á Hallveigarstöðum þar sem gestir hlýddu á fróðleg erindi um 70 ára sögu Húsfreyjunnar á málþingi.

Guðrún Þórðardóttir forseti Kvenfélagasambandsins setti málþingið og bauð gesti velkomna. 

Kristín Linda Jónsdóttir ritstjóri Húsfeyjunnar fór yfir útgáfu, sögu og ritstjórn.  Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur og fyrrum framkvæmdastýra Jafnréttisstofu flutti erindi um Viðmælendur Húsfreyjunnar í 70 ár. Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur ræddi um Fæðuval og matargerð í Húsfreyjunni. Jóhanna Erla Pálmadóttir fyrrum framkvæmdastjóri Textílseturs Íslands á Blönduósi gerði Handavinnusögunni eins og hún birtist í Húsfreyjunni í 70 ár skil. Rakel Þórðardóttir  sunnlensk kvenfélagskona horfði til framtíðar frá sjónarhól áskrifenda. Hulda Ragnheiður Árnadóttir formaður FKA ávarpaði málþingið.  Þuríður Sigurðardóttir var  með Tónlistaratriði og hún og Pálmi Sigurhjartarson sem spilaði undir fengu gesti með sér í fjöldasöng á söngperlum frá ferli Þuríðar. Þórný Jóhannsdóttir varaforseti var dagskrárstjóri þingsins.

Að loknu málþinginu voru úrslit í Ljóðasamkeppni Húsfreyjunnar kynnt. 

  1. verðlaun hlaut Guðrún Hannesdóttir fyrir ljóð sitt; þrengir að
  2. verðlaun hlaut Kristín Arngrímsdóttir fyrir sitt ljóð; Prestssetur á Rangárvöllum árið 1963. Borðstofa
  3. Verðlaun hlaut svo Bergljót Þorsteinsdóttir fyrir sitt ljóð; það er gott.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands