Ný dagsetning á evrópuþing ACWW í Glasgow 19-23 september 2022

Enn Ný dagsetning á Evrópuþing ACWW  í Glasgow í Skotlandi.  Hefur þingið verið fært til 19.- 23. september 2022 vegna Covid- 19.

Skipuleggjendur hafa  farið yfir stöðuna og tekið þá erfiðu ákvörðun að fresta ráðstefnunni til 2022. 19.-.23 september. Heilsa og öryggi allra þátttakenda er mikilvæg og vilja skipuleggjendur  biðja ykkur um að ferðast ekki  eða taka þátt í hópsamkomum á næstunni. 

 

 

Þema þingsins er: Fjölbreytni er okkar styrkur

Gestgjafar þingsins eru Skosku kvennasamtökin, The Scottish Women´s institute (SWI).  Þingið fer fram á Golden Jubilee ráðstefnu hótelinu sem staðsett er við bakka Clyde árinnar í Glasgow. Staðsetning breytist ekki en ekki er enn vitað hvort verða breytingar á verðum á þingið. 

 

ath hér að neðan er dagskráin einsog hún hafði verið auglýst og munum við uppfæra dagskránna um leið og fréttir berast. 

Drög að dagskrá þingsins:

Mánudaginn 12. október             Hist og heilsað á Hótelinu

Þriðjudaginn 13. Október            Opnunarhátið

                                                               Ávörp

                                                               Kveðjur frá félögum og aðildarlöndum

                                                               ACWW svæðaforsetar

                                                               ACWW heimsforseti

                                                               Gestafyrirlesarar

                                                               Skýrslur nefnda

                                                               Kvölddagskrá

 

Miðvikudaginn 14. Október                    Gestafyrirlesarar

                                                               Þingfundum verður framhaldið

                                                               Vinnustofur

Fimmtudaginn 15. Október         Skoðunarferðir  (nánari upplýsingar koma síðar)

                                                               19:00 Hátíðarkvöldverður á Golden Jubilee hótelinu.

Þingið fer fram á ensku

Skráningar fara fram í gegnum skrifstofu Kvenfélagasambandsins og þurfa að berast eigi síðar en 15. mars fyrir snemmskráningar eftir það hækkar skráningargjaldið. Lokað er fyrir skráningar 15. maí

Skráningargjald og gisting: ATH þetta eru verðin einsog þau voru áður en breyting varð vegna Covid -19.  Munum uppfæra þau um leið og upplýsingar berast. 

Verð í snemmskráningu fyrir 15. mars 2020 er 510 bresk pund fyrir einstaklingsherbergi og 460 bresk pund fyrir tveggja manna herbergi pr. mann

Almennt verð eftir snemmskráningu og eigi síðar en 15. maí er 560 bresk pund í einstaklingsherbergi og 510 bresk pund pr. mann í tveggja manna herbergi.

Innifalið er; gisting í 4 nætur, morgunverðir, hádegis- og kvöldverðir og te/kaffi ráðstefnudagana.

Bóka þarf auka gistinætur beint í gegnum hótelið.

 

Við munum setja hér inn nánari verð í íslenskum krónum síðar. 

Endilega sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.    ef þú hefur áhuga á að fara þingið.   

Skráning er ekki fullgild fyrr en greiðsla hefur borist til KÍ.

 

Um Skosku kvennasamtökin (SWI)

SWI var stofnað í Skotlandi 1917. Félagar eru nú 14.500 út um allt Skotland. Höfuðstöðvar þeirra eru í Edinborg, Svæðasamböndin eru 31 og eru félögin 663. Sjá nánar um SWI á heimasíðu þeirra www.theswi.org.uk

 

Um hótelið:

Golden Jubilee er 4ra stjörnu ráðstefnuhótel með sauna, líkamsræktarstöð fyrir gesti og sundlaug meðal annars.  Hótelið er í 20 mínútna fjarlægð frá Glasgow flugvelli. 

 

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2021 Kvenfélagasamband Íslands