Aðalfundur Kvenfélagasambands Kópavogs

Þann 8.maí var aðalfundur Kvenfélagasambands Kópavogs (KSK) haldinn.   Í sambandinu eru tvö kvenfélög;  Freyja félag framsóknarkvenna í Kópavogi og Félag kvenna í Kópavogi (FKK). Formaður KSK er Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir.  Á fundinn mæta fulltrúar beggja kvenfélaga og formenn og fulltrúar úr Orlofsnefnd Kópavogs og Mæðrastyrksnefndar Kópavogs, bæði félögin manna þær nefndir.   Félög og nefndir fluttu skýrslur um starfsemi sína síðastliðið ár og venjuleg aðalfundarstörf voru afgreidd. Forseti Kvenfélagasambands Íslands (KÍ), Dagmar Elín Sigurðardóttir mætti á fundinn og sagði frá starfsemi KÍ, kynnti Húsfreyjuna og hvatti konur ti að taka þátt í starfi KÍ og gerast áskrifendur að Húsfreyjunni.  Á fundinum voru einnig frá KÍ;  Helga Magnúsdóttir ritari KÍ og Jenný Jóakimsdóttir frá skrifstofu KÍ.   

 

Dagmar á fundu KSK

Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ í Pontu. Við hlið hennar er fundarstjórinn og formaður Freyju Ólöf P. Úlfarsdóttir

Anna Kristins Mæðró

Anna Kristinsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar flutti skýrslu nefndarinnar. 

Una Maria á fundi KSK

Una María Óskarsdóttir formaður FKK flutti skýrslu Félags kvenna í Kópavogi

Þorunn Kolbeins form ksk

Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir formaður KSK flytur skýrslu KSK

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands