Námskeið, Konur kalla á konur, verður haldið í Gamla húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti á Akureyi í húsnæði Akureyrarakademíunnar þann 17. mars nk.kl. 11.00
Námskeiðið halda þær Sigríður Finnbjörnsdóttir og Bjarndís Lárusdóttir úr Kvenfélagi Garðabæjar í samvinnu við Kvenfélagasamband Íslands.
Námskeiðið er fyrir kvenfélagskonur á Eyjafjarðarsvæðinu. Skráning fer fram hjá formönnum kvenfélaganna.
Námskeiðið er einkum ætlað þeim konum sem starfa innan stjórna félaganna eða hafa hug á því en allar konur sem starfa í kvenfélögun innan Kvenfélagasambands Íslands eru velkomnar á námskeiðið.
Meðal efnis sem kennt er á námskeiðinu er:
Ábyrgð og skyldur stjórnarmanna í kvenfélögum ,verkefnaskipting stjórnar, undirbúningur starfsárs, mannleg samskipti, félagaöflun og mótun framtíðarsýnar, hlutverk Kvenfélagasambands Íslands og héraðssambanda þess.