Á Föstudaginn langa barst bréf til Kvenfélagasambandsins frá kínversku kvennasamtökunum (All-China Women's Federation). Í bréfinu er sagt frá gjöf sem þær ásamt, China Women's Development Fund og Tencent Company hafa gefið til Landsspítalans vegna Covid -19 heimsfaraldurs, um er að ræða 200.000 andlitsmaska til nota á spítölum. Við höfum fengið það staðfest að maskarnir munu koma til landsins á morgun föstudaginn 17. apríl með flugvél frá Kína sem flytur einnig aðrar lækningavörur til landsins. Þetta er rausnarleg gjöf frá þeim og mun koma að góðum notum á Landsspítalanum.
Hér er lauslegur úrdráttur og þýðing á bréfinu sem barst frá þeim:
Undanfarið höfum við heyrt að fjöldi staðfestra smita á Íslandi og áskorun landsins í baráttunni gegn COVID-19. Við höfum samúð með því sem þið eruð að ganga í gegnum og lýsum hér með einlægri samúð okkar við ykkur og Íslendinga sem verða fyrir áhrifum af faraldrinum, sérstaklega konum og börnum. Ísland veitti okkur dýrmætan stuðning og aðstoð á erfiðasta tímabili baráttu Kína gegn COVID-19. Alheimsstaðan er orðin mjög alvarleg vegna hraðrar þróunar heimsfaraldursins, sem veldur verulegum ógnum við öryggi og heilsu fólks og miklar áskoranir fyrir lýðheilsu heimsins........ Vinsamlegast færið öllum félagskonum Kvenfélagasambands Íslands okkar bestu óskir okkar um góða heilsu og frið!
Undir bréfið skrifar; Jing Shuiming All-China Women's Federation
Kvenfélagasamband Íslands hefur sent þeim góðar kveðjur og kærar þakkir fyrir höfðinglega gjöf
Þess má geta að All-China Women's Federation, sendir okkur reglulega tímarit sitt sem þær gefa út á ensku og er hægt að nálgast það til lesturs á skrifstofu KÍ.