Áheitabakstur í sólarhring - Bökum betra samfélag til stuðnings söfnuninni Gjöf til allra kvenna

ÁHEITABAKSTUR KVENFÉLAGSKVENNA – BAKAÐ Í HEILAN SÓLARHRING - BÖKUM BETRA SAMFÉLAG

Kvenfélagskonur í Kvenfélagasambandi Íslands standa fyrir áheitabakstri í heilan sólarhring til að styðja við söfnunina Gjöf til allra kvenna á Íslandi.

Söfnunin hefur staðið allt árið í tilefni 90 ára afmælis Kvenfélagasambands Íslands.  Landssöfnunin Gjöf til allra kvenna á Íslandi safnar fyrir tækjakosti og hugbúnaði þeim tengdum, þ.e. rafrænar tengingar við sérfræðinga kvennadeildar LSH og stuðla þannig að bættri heilsuvernd kvenna um land allt.  

Á þessu herrans ári hefur heimsfaraldur Covid- 19 haft víðtæk áhrif á söfnunina þar sem ekki hefur verið hægt að halda þá fjölmörgu viðburði sem áttu að styðja við söfnunina, en kvenfélagskonur eru hugmyndaríkar og ætla sér að ná takmarki sínu. 

Því ætlar hópur kvenfélagskvenna að standa fyrir áheitabakstri eftir að hafa fengið grænt ljós hjá almannavörnum og heilbrigðiseftirlitinu. Bakað verður í deilieldhúsinu Eldstæðið sem er fullvottað eldhús. Þær munu byrja baksturinn klukkan 18:00 föstudaginn 27. nóvember til klukkan 18.:00 Laugardaginn 28. nóvember. Í takt við tíðarfarið munu Kvenfélagskonur víða um land taka þátt með fjarbakstri heimavið.  Hægt er að skrá sig til þátttöku í bakstrinum á skráningarformi

Áheit er hægt að leggja inn á söfnunarreikninginn 513-26-200000 kt: 710169-6759, framlög eru frjáls.

Auk þess mun afraksturinn verða boðin til sölu og hægt að sækja eða fá sent heim eftir því hvað hentar fólki best. Öll vinna kvenfélagskvenna er að sjálfsögðu unnin í sjálfboðavinnu og allur ágóði rennur beint í söfnunina.

Frábært tækifæri til að nálgast löglegar sörur og fleira góðgæti.   Hægt verður að leggja inn pantanir á heimasíðunni www.gjoftilallrakvenna.is 

Pöntunarform

Nánar á viðburðinum á facebook

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands