Landssöfnunin Gjöf til allra kvenna á Íslandi

Nú þegar tveir dagar eru í formleg lok söfnunarinnar Gjöf til allra kvenna á Íslandi hefur safnast 63% af markmiðinu sem er 36 milljónir. Kvenfélög um land allt hafa tekið vel í söfnunina og lagt inn á söfnunarreikninginn hátt í 20 milljónir.  Einstaklingar og fyrirtæki hafa einnig lagt söfnuninni lið, ásamt því að Heimkaup hefur selt armbönd og súkkulaði endurgjaldslaust sem og Evita Gjafavörur í Mosfellsbæ sem hefur haft armbönd til sölu.  Safnað er fyrir tækjum og búnaði sem mun stuðla að bætti heilsuvernd kvenna um land allt. Árið 2021 geta heilsustofnanir landsins hvorki vistað né sent rafræn gögn á milli staða þegar kemur að heilsuöryggi kvenna. Þetta mun söfnunarféð bæta. 

Astria og Milou kerfi eru tæki og tækni, sem tengst geta fósturritum og ómskoðunartækjum sem notuð eru við mæðravernd, fæðingar og skoðanir á kvenlíffærum. Þetta snýst um rafræna vistun á gögnum og möguleika á rafrænni tengingu við sérfræðinga á Kvennadeild LSH þegar einhver vafaatriði koma upp.

Söfnunarreikningurinn verður opin til 15. febrúar og hægt að leggja inn framlög á 513-26-200000 kt. 710169-6759.  Landsmenn og fyrirtæki eru hvött til að leggja söfnuninni lið með framlögum. 

Söfnuninni var hleypt af stokkunum á Bessastöðum 1. febrúar 2020 á 90 ára afmæli Kvenfélagasambands Íslands, þegar Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson bauð Stjórn KÍ og afmælisnefnd í móttöku í tilefni afmælisins. 

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands