Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra:
„Samkomutakmarkanir hafa minnt okkur áþreifanlega á hversu mikilvægu hlutverki menning og listir gegna í samfélagi okkar. Stelpur rokka! hafa veitt ungum stúlkum og kynsegin ungmennum hvatningu tíl að skapa tónlist á eigin forsendum og sú sköpun mun gera líf okkar allra auðugra. Þá er einnig mikilvægt að muna að loftslagsváin hverfur ekki þó mikil athygli og áhersla sé á baráttuna við COVID-19. Nú er nauðsynlegt sem aldrei fyrr að vera meðvituð um umhverfismál, þegar samfélög um allan heim huga að enduruppbyggingu og endurreisn hagkerfa.“
Markmiðið með jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs er að veita viðurkenningu fyrir mikilvæg og metnaðarfull störf í þágu jafnréttis. Þá er viðurkenningin einnig hugsuð sem frekari hvatning til dáða. Athöfnin var látlaus og fámenn í samkomutakmörkunum en gleðin og hátíðleikinn var til staðar í salnum eins og áður við þessa viðurkenningarathöfn.
Guðrún Þórðardóttir, forseti KÍ á sæti í Jafnréttisráði.
Á mynd frá vinstri: Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Aðalbjörg Egilsdóttir (Loftslagsverkfall), Sigrún Jónsdóttir (Loftslagsverkfall), Halla Björg Randversdóttir (Stelpur rokka!), Áslaug Einarsdóttir (Stelpur rokka!), Anna Sæunn Ólafsdóttir (Stelpur rokka!) og Silja Bára Ómarsdóttir, formaður Jafnréttisráðs.