Leiðrétt prjónauppskrift

Villa er í uppskrift að Strokk í 4. tbl. Húsfreyjunnar 2011, jólablaðinu s: 48

Í lok 1. umferðar stendur að það eigi að prjóna 2 sléttar en það rétta er að það á að prjóna 1 slétta þar (3 sléttar lykkjur á milli stiga):
Leiðrétting:
 1. umf.: Prjónið *2 sléttar lykkjur, takið 1 lykkju óprjónaða, 1 slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, sláið bandinu tvisvar upp á prjóninn, takið 2 lykkjur óprjónaðar eins og prjóna eigi þær slétt saman, 1 slétt, steypið óprjónuðu lykkjunum saman yfir, sláið bandinu tvisvar upp á prjóninn, prjónið 2 lykkjur saman, 1 slétt*. Endurtakið frá * til * út umferðina.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands