Hlaupastyrkur - Gjöf til allra kvenna

Söfnun Kvenfélagasambands Íslands "Gjöf til allra kvenna" er eitt af þeim góðgerðarfélögum sem hægt er að styðja við í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.

Þó svo að ekki sé hægt að halda Reykjavíkurmaraþonið í ár er samt hægt að láta gott af sér leiða.  Sett hefur verið af stað átakið „Hlauptu þína leið" þar sem hlauparar eru hvattir til að hlaupa sjálfir og styrkja í leiðinni góðgerðarfélag að eigin vali. Átakið verður dagana 15.-25. ágúst og verður góðgerðasöfnunin opin til 26. ágúst. 

Hvetjum sem flesta til að hlaupa til styrktar söfnuninni.  Það kostar ekkert að skrá sig til þátttöku. 

Hægt er að skrá sig í hlaup og/eða heita á þá hlaupara sem ætla að styðja við söfnunina á hlaupastyrkur.is 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands