Kvenfélagasambandið afhendir gögn til Kvennasögusafns

Rakel Kvennasögusafn afhending 2021webMánudaginn 30. ágúst sl. afhenti Kvenfélagasamband Íslands gögn sem höfðu verið í geymslu KÍ á Hallveigarstöðum frá því 2006. En þá hafði Kristín Guðmundsdóttir fyrrum starfsmaður KÍ unnið að því að skrásetja og pakka mikið magn af  skjölum KÍ í þó nokkurn tíma. Elstu skjölin í safninu eru frá landsþingi KÍ sem haldið var árið 1945. Þó gæti vel leynst þar eldri skjöl því ekki er dagsetning á öllum kössunum.  Nú geta áhugasamir nálgast skjölin á aðgengilegan hátt á Kvennasögusafninu.

Á myndinn sem fylgir er Rakel Adolphsdóttir fagstjóri Kvennasögusafnsins ásamt hluta þeirra skjala sem afhent voru sl. mánudag. 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands