Ráðstefna Evrópudeildar Associated Country Women of the World (Alþjóðasamband dreifbýliskvenna) var sett í fyrsta skipti á Íslandi á Nordica Hotel Reykjavík í blíðskaparveðri þann 18. maí 2005. Opnunarhátíðin hófst klukkan 9:00 í yfirfullum ráðstefnusal. Ráðstefnugestir voru frá Albaníu, Austurríki, Belarus, Búlgaríu, Króatíu, Tékklandi, Danmörku, A-Malasíu, Englandi, Eistlandi, Finnlandi, Þýskalandi, Hollandi, Ungverjalandi, Íslandi, Írlandi, Lettlandi, Litháen, N-Írlandi, Noregi, Rúmeníu, Rússlandi, Skotlandi, Slóveníu og Wales.
Yfirskrift ráðstefnunnar ber nafnið "Winning the Way for Women".
Dagskrá fyrsta dags Evrópuráðstefnunnar var eftirfarandi:
Bæjarstjóri Kópavogs og kvenfélag Kópavogs bauð gestum Evrópuráðstefnu ACWW 2005 í móttökuathöfn í Gerðarsafni í Kópavogi. Pastor Ægir Fr. Sigurgeirsson tók á móti boðsgestum í Kópavogskirkju. Boðið var upp á léttar veitingar í Gerðusafni.
Konur í Kvenfélagasambandi Íslands héldu upp á 75 ára afmæli félagsins með miklum glæsibrag á Hótel Sögu, þriðjudaginn 1. febrúar 2005.
Afmælishátíðin hófst klukkan 17:00 með fordrykk við undirleik Gunnars Gunnarssonar píanóleikara.
Margir góðir gestir mættu, færðu Kvenfélagasambandi Íslands veglegar gjafir og glöddust með kvenfélagskonum.