Út er komið 3ja tbl. tímaritsins Húsfreyjunnar, Kvenfélagasamband Íslands gefur út. Meðal efnis í blaðinu er heimsókn til Signýar Ormarsdóttur hönnuðar og menningarfulltrúa Austurlands, í viðtali við hana kemur berlega í ljós að menning og listir eru virkt hreyfiafl í samfélaginu á Austurlandi þó fréttir af virkjunum og álveri láti hærra í fjölmiðlum.

