Skrifstofan lokuð vegna sumarleyfa
Skrifstofa Kvenfélagasambands Íslands og Húsfreyjunnar verður lokuð til 2. ágúst nk vegna sumarleyfis starfsmanns. Hafið það sem allra best í sumar.
...
Lesa nánar
Fjölbreytt efni og góðar greinar í vorblaði Húsfreyjunnar.
Kristín Linda Jónsdóttir skrifar sinn síðasta leiðara sem ritstjóri Húsfreyjunnar, en hún hefur nú verið ritstjóri Húsfreyjunnar síðan 2004. Hún heldur nú á vit nýrra ævintýra. Útgáfustjórn Húsfreyjunnar og kvenfélagskonur þakka Kristínu Lindu fyrir afar farsælt starf fyrir Húsfreyjuna sem á dygga lesendur og áskrifendur sem alltaf bíða spenntir eftir blaðinu inn um lúguna.
Í þessu Vorblaði fáum við meðal annars að kynnast Helgu Magneu Steinsson fyrrverandi skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands og náms- og starfsráðgjafa. Helga Magnea er líka kvenfélagskona og er nú formaður Kvenfélagsins Nönnu á Neskaupstað og Sambands austfirskra kvenna. Hún segir frá kvenfélagsstarfinu auk þess sem lesendur fá að kynnast henni sjálfri. Í blaðinu eru einnig fréttir frá starfi Kvenfélagasambands Íslands og nýjar stjórnarkonur í stjórn KÍ kynntar.
Frá Leiðbeiningastöð heimilanna eru góð ráð um hvernig við getum fengið hvíta þvottinn okkar aftur hvítan.
Sigrún Magnúsdóttir fyrrum ráð...
Lesa nánarKÍ fékk styrk frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Kvenfélagasamband Íslands fékk styrk frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu vegna áframhald verkefnisins Vitundarvakning um fatasóun.
Fjölbreytt verkefni voru styrkt og er Kvenfélagasamband Íslands einstaklega þakklátt fyrir veittan stuðning.
Markmið verkefnisins er að: a) fræða almenning um mikilvægi þess að sporna gegn fatasóun og leiðir til þess. b) fræða um umhverfisáhrif og mannréttindaáhrif fataiðnaðarins c) að fá sem flest kvenfélög til að taka þátt í verkefninu. d) að sameina kvenfélög um allt land í átaki gegn fatasóun og annarri sóun
Ráðuneytinu bárust 75 umsóknir um verkefnastyrki. Verkefnin sem hlutu styrki að þessu sinni ná yfir fjölbreytt svið skógræktar, hringrásarhagkerfis, náttúruverndar loftslagsverkefna, landupplýsinga, alþjóðlegs samstarfs og plastmengunar svo dæmi séu tekin.
Meðal þeirra verkefna sem nú hljóta styrki eru kortlagning aðlögunar Íslands að hringrásarhagkerfinu, vitundarvakning um fatasóun, endurhæfingastöð lundapysja, innleiðing...
Lesa nánarÁ döfinni
Húsfreyjan
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 5900 árið 2022 fyrir fjögur tölublöð. Blaðið í lausasölu kostar 1990 kr.
Vitundarvakning um fatasóun
Matarsóun
Pilspoki KÍ
Styrktarverkefni ACWW í MALAVÍ
Húfuverkefni KÍ.
Hekluð vagga
Viltu gerast áskrifandi eða gefa áskrift að Húsfreyjunni?
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 5900 árið 2022 fyrir fjögur tölublöð. Nú er líka hægt að lesa rafrænar útgáfur á áskriftarvefnum. Þú velur hvort þú vilt Húsfreyjuna á prenti, rafrænt eða bæði.
Blaðið í lausasölu kostar 1990 kr.
Nýjustu fréttir
Skrifstofan lokuð vegna sumarleyfa
27. júní 2022
Sumarþing NKF í Reykjanesbæ í júní 2022
10. júní 2022
KÍ fékk styrk frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
28. apríl 2022