Evrópuþing ACWW verður haldið í Hollandi dagana 8. - 10. október 2025.
Það eru samtökin Vrouwen van Nu sem verða gestgjafar þingsins.
Vrouwen van Nu eru Kvenfélagasamtök í Hollandi með um 22.000 meðlimi. Samtökin verða 95 ára á árinu 2025 og eru því jafngömul og KÍ. Boðið verður upp á að kaupa sig inn á sérstakan afmælisviðburð þeirra sem verður þann 11. október að loknu evrópuþingi.
Ekki eru komnar nánari upplýsingar um dagskrá eða staðsetningu í Hollandi, en við munum uppfæra hér um leið og nánari upplýsingar berast.
Kvenfélagasamband Íslands er aðili að Alþjóðasambandi dreifbýliskvenna, ACWW.
Alþjóðasamband dreifbýliskvenna
Associated Country Women of the World - ACWW, Alþjóðasamband dreifbýliskvenna (ACWW) var stofnað árið 1929 (hét áður Alþjóðasamband húsmæðra) KÍ gerðist aðili að ACWW árið 1980.
Svæðisþing Evrópusambands ACWW eru haldin á þriggja ára fresti. Vorið 2014 var svæðisþing í Bergen í Noregi og þar áður í Dublin á Írlandi árið 2011. Evrópuþing var haldið í Tirgu Mures í Rómaníu i september 2017 og í Glasgow 2022, 18 konur mættu frá Íslandi.
Um 9 milljónir kvenna í 70 löndum um allan heim eru meðlimir í ACWW, hafa samtökin staðið að mörgum þörfum og merkum málefnum, eitt af því er stuðningur við konur í s.k. þróunarríkjum.