31. heimsþing ACWW verður haldið í Ottawa, Kanada dagana 26. apríl - 1. maí 2026
Ert þú að að spá í að koma með á heimsþingið?
Skráðu þig hér hjá okkur ef þú ætlar að fara eða ef þú ert áhugasöm.
Skráningar eru hafnar á heimsþingið á síðu ACWW.
sjá hér: https://acww.org.uk/twc26-ottawa
Skráning á 31. heimsþingið felur í sér þingpakka, skoðunarferðir, hátíðarkvöldverð og gistingu á Westin Ottawa hótelinu, ásamt máltíðum og veitingum á ráðstefnunni.
Yfirlit yfir dagskrá ráðstefnunnar:
26. apríl - Koma, skráning, svæðisfundir
27. apríl - Opnunarhátíð, þingfundir, kosning stjórnar
28. apríl - Þingfundir og fylgdarferðir fyrir maka og fylgdarfólk
29. apríl - Skoðunarferðir (morgun), ACWW hátíð (síðdegis), hátíðarkvöldverður í Kanadísku sögusafninu
30. apríl - Þingfundir og fylgdarferðir fyrir maka og fylgdarfólk
1. maí - Þingfundir, lokahátíð, svæðisfundir
2. maí - Útskráning og brottför
Skráningargjöld:
Miðað við komu 26. apríl 2026 og brottför 2. maí 2026):
Verð fyrir fyrstu gesti (til 31. ágúst 2025)
Tveggja manna herbergi = 1279 pund á mann (215.000 kr)*
Einstaklingsherbergi = 1699 pund á mann (285.000 kr)*
Venjulegt verð (1. september til 31. október 2025)
Tveggja manna herbergi = 1410 pund á mann (237.000 kr)*
Einstaklingsherbergi = 1869 pund á mann (314.000 kr)*
*samkvæmt gengi 23.júní 2025
ATH:
Þegar þú fyllir út skráningarformið sem er neðst á síðu ACWW verður þú beðinn um að velja ferð sem þú vilt helst komast í þann 29. apríl..(sjá á síðunn) Hver valkostur hefur ákveðinn fjölda sæta, þannig að þeim verður úthlutað eftir reglunni fyrstur kemur, fyrstur fær.
- Gisting í 6 nætur (26. apríl - 1. maí 2026)
- Þingtaska og þinggögn
- Allur kostnaður við að sækja sjálft þingið
- Morgunverðarhlaðborð
- Morgunhressing (flesta morgna, eftir því sem við á)
- Allir hádegisverðir
- Síðdegishressing (samkvæmt afþreyingu)
- Allir kvöldverðir
- Dagsferð um miðja ráðstefnu með hádegisverði (með flutningi)
- Hátíðarkvöldverður í Kanadísku sögusafninu (með samgöngum)
- Allir ferðamannaskattar og tengdir skattar
- Val um gistingu í einstaklings- eða tveggja manna herbergi (háð framboði)
- Ferðatrygging - öllum þátttakendum er bent á að kaupa alhliða ferðatryggingu
- Flug - þú þarft að bóka flugið þitt sjálf/ur (en getur notað afsláttarkóðann okkar frá Air Canada!)
- Flugvallarrúta - Westin Ottawa er í 20-30 mínútna fjarlægð frá alþjóðaflugvellinum í Ottawa og býður upp á frábæra almenningssamgöngur og leigubílaþjónustu til borgarinnar.
við höfum verið í samstarfi við visitor Ferðaskrifstofu og hún Lóa þar getur aðstoðað okkur með að bóka flug. Hún skoðaði fyrir okkur flug (23.6.25)
best væri að fljúga í gegnum Toronto
Þá getur hún bókað Porter airlines og Icelandair saman í miða til Ottawa
Til baka er ekki til fargjald í einum miða, Icelandair ekki í samstarfi við Air Canada, en möguleiki á að bóka heim frá Toronto með Icelandair og þá gætum við skoðað með að nýta afsláttarkóðann á Air Canada þar á milli í sér miða
Það væri þá svona t.d
Kef – Toronto – Ottawa / Toronto – Kef, verð economy með tösku 92.965 ISK
Ottawa – Toronto Air Canada 39.980 ISK economy með tösku
alls. 132.945 kr.
Kvenfélagasamband Íslands er aðili að Alþjóðasambandi dreifbýliskvenna, ACWW.
Alþjóðasamband dreifbýliskvenna
Associated Country Women of the World - ACWW, Alþjóðasamband dreifbýliskvenna (ACWW) var stofnað árið 1929 (hét áður Alþjóðasamband húsmæðra) KÍ gerðist aðili að ACWW árið 1980. ACWW heldur alþjóðaþing á þriggja ára fresti, Alþjóðaþing var haldið í Englandi í ágúst 2016. Heimsþing ACWW var svo í Melbourne í Ástralíu í april 2019. Siðasta Alheimsþing ACWW var haldið í Kuala Lumpur í Malasíu 2023, þangað fóru 11 Íslendingar.
Um 9 milljónir kvenna í 70 löndum um allan heim eru meðlimir í ACWW, hafa samtökin staðið að mörgum þörfum og merkum málefnum, eitt af því er stuðningur við konur í s.k. þróunarríkjum.