Verðskrá:
Þinggjald án gistingar: |
41.500 kr |
Athugið Nú er nánast uppselt í sæti á þingið og gisting er nú nánast að fyllast. Það er ekki fullt en til að varast tvíbókanir, hafið samband við Jenný á skrifstofu KÍ áður en þið skráið ykkur í gistingu eða á þingið án gistingar. Jenný aðstoðar ykkur við að finna gistingu sem hentar ykkur.
Gisting á Hótel Horni og Hótel Torgi (ath. uppselt á Hótel Torgi og Horni) Verð pr. mann í tvær nætur með morgunverði
|
Tveggja manna herbergi 26.000 kr með þinggjaldi alls: Uppselt -Aðeins fyrir þær sem eru þegar skráðar sem herbergisfélagar |
67.500 kr |
Þriggja manna herbergi 23.000 kr með þinggjaldi alls: Uppselt - Aðeins fyrir þær sem eru þegar skráðar sem herbergisfélagar |
64.500 kr |
Gisting í Gamla gistiheimilið Mánagötu 5 Verð pr. mann í tvær nætur með morgunverði |
Tveggja manna herbergi 20.000 kr með þinggjaldi alls: Uppselt Aðeins fyrir þær sem eru þegar skráðar sem herbergisfélagar |
61.500 kr |
Þriggja manna herbergi 17.500 kr með þinggjaldið alls: Uppselt Aðeins fyrir þær sem eru þegar skráðar sem herbergisfélagar |
59.000 kr |
Tilgreina skal herbergisfélaga þegar pantað er.
Einnig er í boði að panta sérstaklega gistingu í stærri herbergi 4 manna – 7 manna á Hosteli Ísafjarðar. Hentar vel fyrir hópa. Gisting pr. mann frá kr. 16.000 kr. í tvær nætur. Hafa skal samband við Jenný á skrifstofu KÍ til að panta í þau herbergi.
ÍSAFJÖRÐUR HOSTEL
Tvö herbergi laus hér í dag 18.9´24 eitt 4ra manna og eitt þriggja manna, Uppábúin rúm en tvö sameiginlega baðherbergi til að deila í húsinu. hafði samband við Jenný til að bóka.
Fimm herbergi eru að Mánagötu 1, sem er steinsnar frá Mánagötu 5.
Í fjórum herbergjum er hægt að leigja rúm en fimmta herbergið er sérherbergi með tveimur rúmum. Tvö fjögurra manna, eitt þriggja manna, eitt tveggja manna og 1 sjö manna.
Eldunaraðstaða er í eldhúsi og í stofunni er sófi og sjónvarp. Baðherbergin eru tvö og bæði með sturtu, þau eru sameiginleg.
Sendið póst á landsthing@kvenfelag.is eða hafið samband í síma: 552 7430. Til að tryggja sem flestum gistingu er ekki í boði að panta einstaklingsherbergi.
Innifalið í þátttökugjaldinu er: Seta á landsþinginu, þinggögn, málsverðir, hátíðarkvöldverður og annað það sem skráð er í dagskrá landsþingsins.
Morgunverður er innifalin í gistingu og verður borin fram á Hótel Torgi fyrir alla þinggesti sem kaupa þingpakka með gistingu.