Landsþing á Ísafirði 2024
40. landsþing Kvenfélagasambands Íslands (KÍ) fer nú fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 11. – 13. október. Samband vestfirskra kvenna er gestgjafi landsþingsins. Yfirskrift landsþingsins er „Valkyrjur milli fjalls og fjöru”
Kvenfélagskonur láta sig margvísleg málefni varða einsog sést á dagskrárliðum þingsins.
Þingsetning fír fram föstudaginn 11. október í Ísafjarðarkirkju kl: 18:00 og höfðu aðstandendur þingsins; KÍ og Samband vestfirskra kvenna hvatt þingfulltrúa til að mæta sem flestar í þjóðbúning við þingsetninguna þar sem íslenski þjóðbúningurinn verður sérstaklega til umræðu á þinginuá laugardag.
Að lokinni þingsetningu bauð Samband vestfirskra kvenna þingfulltrúum í móttöku í Edinborgarhúsinu. Móttakan hófst á ávarpi frá bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar; Örnu Láru Jónsdóttir. Í móttökunni tók svo Heilbrigðisstofnun Vestfjarðaformlega á móti Gjöf til allra kvenna, en tenging er nú að komast við tæknibúnaðinn sem safnað var í tilefni 90 ára afmælis KÍ ...
Lesa nánarKvenfélagasambandi Íslands og kvenfélagskonum þakkað fyrir höfðinglega og kjarkaða gjöf.
Það var hátíðarbragur yfir móttöku sem haldin var á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi fimmtudaginn 26. september þegar Kvenfélagasambands Íslands afhenti fyrir hönd kvenfélagskvenna Gjöf til allra kvenna á Íslandi.
Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ afhenti gjöfina fyrir hönd kvenfélagasambands Íslands. Dagmar sagði frá því að með útsjónarsemi og seiglu hafi kvenfélagskonum tekist að ná markmiðinu en á þeim tíma sem söfnunin stóð yfir geisaði heimsfaraldur með öllum þeim takmörkunum sem þá voru í gildi. Þó markmið söfnunarinn hafi náðst í tíma þá var ekki hægt að hefja vinnu við verkefnið strax þar sem heilbrigðisstarfsmenn voru uppteknir við annað þá. Skýrir það að hluta þann langa tíma sem innleiðing á verkefninu hafi tekið „ en nú í dag fögnum við því að geta afhent þessa gjöf og séð á tímaplaninu hvar næstu afhendingarstaðir verða.“
Dagmar þakkaði öllum kvenfélagskonum, kvenfélögum og héraðssamböndum innan Kvenfélagasa...
Lesa nánarHaustblað Húsfreyjunnar - Valkyrjur milli fjalls og fjöru
Titillinn á haustblaði Húsfreyjunnar að þessu sinni er Valkyrjur milli fjalls og fjöru. Ástæðan er sú að landsþing Kvenfélagasambands Íslands verður haldið á Ísafirði í október og er þetta yfirskrift þingsins.
Að þessu tilefni er á forsíðunni mynd sem er tekin á Ísafirði af Sillu Páls ljósmyndara Húsfreyjunnar.
Þetta haustblað er að venju fullt af fjölbreyttu efni fyrir lesendur.
...
Lesa nánarÁ döfinni
Húsfreyjan
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 6.900 árið 2024 fyrir fjögur tölublöð. Blaðið í lausasölu kostar 2 250 kr.
Vitundarvakning um fatasóun
Matarsóun
Pilspoki KÍ
Húfuverkefni KÍ.
Hekluð vagga
Viltu gerast áskrifandi eða gefa áskrift að Húsfreyjunni?
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 6900 árið 2024 fyrir fjögur tölublöð. Nú er líka hægt að lesa rafrænar útgáfur á áskriftarvefnum. Þú velur hvort þú vilt Húsfreyjuna á prenti, rafrænt eða bæði.
Blaðið í lausasölu kostar 2250 kr.
Nýjustu fréttir
Landsþing á Ísafirði 2024
12. október 2024
Haustblað Húsfreyjunnar - Valkyrjur milli fjalls og fjöru
25. september 2024
Embættistaka Höllu Tómasdóttur forseta Íslands
26. ágúst 2024