Jóla- og nýárskveðja frá Kvenfélagasambandi Íslands
Kvenfélagasamband Íslands sendir kvenfélagskonum, fjölskyldum þeirra, velunnurum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum hugheilar jóla og nýárskveðjur.
Sérstakar þakkir fyrir frábæra samveru á landsþinginu á Ísafirði
...
Lesa nánarJólafundur KÍ á Hallveigarstöðum
Jólafundur Kvenfélagasambands Íslands var haldinn á Hallveigarstöðum fimmtudaginn 28. nóvember síðastliðinn. Eins og ávallt var vel mætt og konu nutu samvista og góðra veitinga frá Ásdísi Hjálmtýsdóttur húsmóður Hallveigarstaða á milli dagskrárliða. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir flutti hugvekju og Kristín Svava Tómasdóttir las upp úr bókinni Duna, um Guðnýju Halldórsdóttur kvikmyndagerðarkonu sem hún gefur út ásamt Guðrúnu Elsu Bragadóttur. Þær Ásdís Björg Gestsdóttir, Sigurbjörg SkúladóttirKaldal og Vigdís Sigurðardóttir sungu nokkur jólalög fyrir gesti til að koma öllum í jólaskapið. Happdrættið var að sjálfsögðu á sínum stað einsog alltaf. Jólafundur Kvenfélagasambandsins er alltaf góð byrjun á aðventunni. Þökkum kærlega öllum þeim sem mættu, þeim sem skemmtu okkur og þeim sem gáfu vinninga í happadrættið. Vonum að þið eigið öll ánægjulega aðventu og jólahátíð.
...
Lesa nánarJólablað Húsfreyjunnar er komið út
Jólablað Húsfreyjunnar er komið út sem er jafnframt fyrsta blað nýs ritstjóra. En Jenný Jóakimsdóttir sem jafnframt starfar á skrifstofu Kvenfélagasambands Íslands var ráðin nýr ritstjóri þegar Sigríður Ingvarsdóttir hætti sem ritstjóri, en Sigríður hefur verið ritstjóri sl. tvö ár. Sigríði er þakkað innilega fyrir góð störf og við bjóðum Jennýju velkomna til starfa.
Jólablaðið að þessu sinni er eins og ávallt stútfullt af áhugaverðu efni sem ljúft er að lesa við kertaljós á aðventunni. Við mælum með að lesendur fái sér líka kakóbolla og vel af þeyttum rjóma með.
Halldóra Eydís skóhönnuður úr Mývatnssveitinni er í einlægu viðtali, þar sem hún segir frá því hvernig skódellan á barnsárunum varð að ástríðu hennar. Halldóra hefur í mörg ár hannað fallega og þægilega skó sem margar konur eiga jafnvel nokkur pör af.
Umfjöllun um landsþing Kvenfélagasambandsins sem haldið var í október á Ísafirði er fyrirferðarmikið í blaðinu. Á landsþingið mættur 220 konur víðs vegar af landinu. Í þessu t...
Lesa nánarÁ döfinni
Húsfreyjan
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 6.900 árið 2024 fyrir fjögur tölublöð. Blaðið í lausasölu kostar 2 250 kr.
Vitundarvakning um fatasóun
Matarsóun
Pilspoki KÍ
Húfuverkefni KÍ.
Hekluð vagga
Viltu gerast áskrifandi eða gefa áskrift að Húsfreyjunni?
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 6900 árið 2024 fyrir fjögur tölublöð. Nú er líka hægt að lesa rafrænar útgáfur á áskriftarvefnum. Þú velur hvort þú vilt Húsfreyjuna á prenti, rafrænt eða bæði.
Blaðið í lausasölu kostar 2250 kr.
Nýjustu fréttir
Jóla- og nýárskveðja frá Kvenfélagasambandi Íslands
18. desember 2024
Jólafundur KÍ á Hallveigarstöðum
17. desember 2024
Jólablað Húsfreyjunnar er komið út
02. desember 2024
Lagabreyting á landsþingi
21. nóvember 2024