Sumarleyfi
Skrifstofa Kvenfélagasambands Íslands og Húsfreyjunnar er lokuð vegna sumarleyfis til 11. ágúst nk.
Ef erindið er mjög brýnt má hafa samband við Dagmar forseta KÍ á netfangið forsetiki@kvenfelag.is
Hafið það gott í sumar.
Kærleiks kveðja,
...
Lesa nánar
Fögnuður á kvenréttindadaginn 19. júní
Fyrirpartý sem haldið var í tilefni 110 ára afmælis kosningaréttar kvenna og Kvennaárs þann 19. júní síðastliðinn var haldið í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum af þeim þremur félögum sem eiga saman og reka Hallveigarstaði. Fyrirpartýið var vel sótt og glöddust konur saman með kleinum, kaffi og búbblum áður en haldið var fylktu liði niður í Hljómskálagarð þar sem fór fram Kvennavaka og stórtónleikar sem skipulagðir voru af Kvennaári 2025. Það er mikilvægt að fagna merkum áföngum og konur kunna það svo sannarlega ásamt því að eiga saman góða samveru og efla þannig baráttuandann í jafnréttismálunum. á stórtónleikunum komu fram Bríet, Reykjavíkurdætur, Heimilistónar, Countess Malaise og Mammaðín. kvöldinu lauk með fjöldasöng undir stjórn Guðrúnar Árnýjar. Kynnar Kvennavöku voru Sandra Barilli og Sindri „Sparkle“. Frábært kvöld í alla staði og þökkum við öllum fyrir komuna.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá deginum/kvöldinu.
Jenný Jóakimsdóttir, Helga M...
Lesa nánar
Kvennavaka - Stórtónleikar Kvennaárs!
Dans og drifkraftur. Öskursöngur og ógleymanleg augnablik. Allur tilfinningaskalinn í kvöldsólinni. Nú er kominn tími til að vakna. Nú er kominn tími til að vaka.
//
Kvennaár býður konum og kvárum til Kvennavöku í Hljómskálagarði að kvöldi kvenréttindadagsins 19. júní 2025. Kvennavaka er í senn stórtónleikar, samkomustaður og frí frá amstri dagsins. Búbblur með vinkonunum og kröftugur dans með vinkvárunum.
Fram koma:BríetReykjavíkurdæturHeimilistónarCountess MalaiseMammaðín
Við ljúkum dagskránni með sannkölluðum breddusöng undir stjórn Guðrúnar Árnýjar.
Kynnar eru Sandra Barilli og Sindri "Sparkle".
Matarvagnar verða á staðnum.
Upplýsingar um aðgengismál eru á kvennaar.is/adgengi
Munið fyrirpartý á Hallveigarstöðum klukkan 17:00
...
Lesa nánarÁ döfinni
Húsfreyjan
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 6.900 árið 2024 fyrir fjögur tölublöð. Blaðið í lausasölu kostar 2 250 kr.
Vitundarvakning um fatasóun
Matarsóun
Pilspoki KÍ
Húfuverkefni KÍ.
Hekluð vagga
Viltu gerast áskrifandi eða gefa áskrift að Húsfreyjunni?
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 6900 árið 2024 fyrir fjögur tölublöð. Nú er líka hægt að lesa rafrænar útgáfur á áskriftarvefnum. Þú velur hvort þú vilt Húsfreyjuna á prenti, rafrænt eða bæði.
Blaðið í lausasölu kostar 2250 kr.
Nýjustu fréttir
Sumarleyfi
11. júlí 2025
Fögnuður á kvenréttindadaginn 19. júní
03. júlí 2025
Kvennavaka - Stórtónleikar Kvennaárs!
11. júní 2025