
Ellefu konur frá Íslandi á Evrópuþingi ACWW í Rúmeníu
Dagana 13. – 17. október sl. fór ellefu manna hópur kvenfélagskvenna til Búkarest í Rúmeníu frá Íslandi. Þar fór fram Evrópuþing alheimssamtaka dreifbýliskvenna (ACWW). Hátt í 70 konur frá hinum ýmsu löndum Evrópu og víðar voru þar mættar til að ræða meðal annars þema þingsins sem var „Sjálfbær vöxtur fyrir framtíðina”. Að sjálfsögðu líka til að hitta gamla og nýja vini, og njóta saman.
Íslenski hópurinn kom færandi hendi með ritföng fyrir skólakrakka í dreifbýli Rúmeníu, en venja er að á þessum þingum að óska eftir að þingfulltrúar komi með hluti með sér sem nýtast fyrir þurfandi á svæðinu.
Meðal dagskrárliða á þinginu var leiðtogafundur um valdeflingu kvenna, þar sem Jenný Jóakimsdóttir starfsmaður KÍ flutti erindi um Kvennabaráttuna á Íslandi frá fyrsta kvennaverkfallinu fyrir 50 árum og sagði frá þeirri sorglegu staðreynd að þó svo Ísland nái fyrstu sætum á listum yfir lönd með hvað mest jafnrétti, þá er kynbundið ofbeldi enn staðreynd og yfir 40% kvenna á Íslandi hafa orðið fyri...
Lesa nánar
Gjöf til allra kvenna á Íslandi afhent Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Gjöf til allra kvenna á Íslandi afhent á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 16. október 2025.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er þriðja heilbrigðisstofnunin sem tekur í notkun hugbúnaðinn. Búið er að afhenda Milou á Akranesi og Ísafirði og vonast er til að hægt sé að ljúka afhendingu á hina fjóra staðina fyrir árslok 2025.
Í tengslum við söfnun sem efnt var til í tilefni af 90 ára afmæli Kvenfélagasambands Íslands árið 2020 náðist að safna samtals um 30 milljón króna. Ákveðið var að nota þær til kaupa á tækjakosti og hugbúnaði (Milou) honum tengdum, sem stuðlar að bættri heilsuvernd kvenna um land allt. Þessi hugbúnaður verður settur upp á 7 fæðingarstöðum á landinu.
...
Lesa nánar
„Sjáum hvert annað í alvörunni“ sagði biskup
Vika einmanaleikans var sett formlega í Kringlunni föstudaginn 3. október. Fjöldi fólks fylgdist með setningunni og kynnti sér verkefnið.
Setningin hófst á því að Eva Björk Harðardóttir, varaforseti Kvenfélagasambands Íslands, sagði frá verkefninu sem stýrihópurinn hefur unnið að síðastliðið ár. Verkefni sem eru unnið í góðu samstarfi við kvenfélögin, sem ásamt öðrum bjóða upp á hina ýmsu viðburði sem er ætlað að efla félagsleg tengsl og samveru.
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, flutti opnunarávarp og þakkaði Kvenfélagasambandi Íslands fyrir hlýtt og manneskjulegt verkefni. Hún sagði jafnframt að það ætti að vera markmið okkar allra að vilja sporna gegn því með öllum ráðum að fólk einangrist félagslega. „Með samtakamætti okkar allra þá mun okkur auðnast sú gifta að vernda jafnt unga sem aldna í baráttu þeirra gegn vanlíðan og einmanaleika.“ sagði Inga Sæland.
Næst bauð Eva Björk, biskup Íslands, séra Guðrúnu Karls Helgudóttur í pontu til að að blessa verkefnið.
Biskup ...
Lesa nánarÁ döfinni
Húsfreyjan
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 6.900 árið 2024 fyrir fjögur tölublöð. Blaðið í lausasölu kostar 2 250 kr.

Vitundarvakning um fatasóun
Matarsóun
Pilspoki KÍ
Húfuverkefni KÍ.
Hekluð vagga
Viltu gerast áskrifandi eða gefa áskrift að Húsfreyjunni?
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 6900 árið 2024 fyrir fjögur tölublöð. Nú er líka hægt að lesa rafrænar útgáfur á áskriftarvefnum. Þú velur hvort þú vilt Húsfreyjuna á prenti, rafrænt eða bæði.
Blaðið í lausasölu kostar 2250 kr.
Nýjustu fréttir
Ellefu konur frá Íslandi á Evrópuþingi ACWW í Rúmeníu
23. október 2025
Gjöf til allra kvenna á Íslandi afhent Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
22. október 2025
„Sjáum hvert annað í alvörunni“ sagði biskup
07. október 2025
Um hamingjurannsóknir í haustblaði Húsfreyjunnar
23. september 2025






Upplýsingar um verkefnið 
