
Jólakveðja
Kvenfélagasamband Íslands sendir kvenfélagskonum, fjölskyldum þeirra, velunnurum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur.
Þökkum frábærar viðtökur á verkefnum ársins og hvetjum landsmenn alla til aukinnar samveru og samkenndar.
...
Lesa nánarJólafrí
Skrifstofa Kvenfélagasambands Íslands og Húsfreyjunnar verður lokuð dagana 19. des - 5. janúar.
...
Lesa nánar
Biskup Íslands í forsíðuviðtali í Jólablaði Húsfreyjunnar
Jólablað Húsfreyjunnar er nú komið úr prentun og er komið eða á leið til áskrifenda.
Að venju er blaðið stútfullt af fjölbreyttu efni. Við mælum með að gefa sér tíma í jólaönnunum og setjast niður með kaffi- eða kakóbolla og njóta þess að lesa.
Biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir, er í forsíðuviðtalinu að þessu sinni. Ritstjóri settist niður með henni, til að kynnast henni persónulega og fá að heyra hugleiðingar hennar varðandi kirkjustarfið sem biskup Íslands. Hún deilir með lesendum sínum jólahefðum.
Í blaðinu er einnig athyglisvert viðtal við Lindu Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins. Linda ræðir um starfsemi Kvennaathvarfsins og ólíkar birtingarmyndir ofbeldis. Linda segir að ofbeldið sé djúpt samfélagslegt mein sem liggur í uppbyggingu samfélagsins og snýst um völd og valdaójafnvægi.
Sagt er frá Evrópuþingi ACWW (Samtök dreifbýliskvenna) í Rúmeníu, en þangað fóru 11 konur frá Íslandi.
Albert Eiríksson, sem sér um matarþátt Húsfreyjunnar, heimsótti Aldí...
Lesa nánarÁ döfinni
Húsfreyjan
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 6.900 árið 2024 fyrir fjögur tölublöð. Blaðið í lausasölu kostar 2 250 kr.

Vitundarvakning um fatasóun
Matarsóun
Pilspoki KÍ
Húfuverkefni KÍ.
Hekluð vagga
Viltu gerast áskrifandi eða gefa áskrift að Húsfreyjunni?
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 6900 árið 2024 fyrir fjögur tölublöð. Nú er líka hægt að lesa rafrænar útgáfur á áskriftarvefnum. Þú velur hvort þú vilt Húsfreyjuna á prenti, rafrænt eða bæði.
Blaðið í lausasölu kostar 2250 kr.
Nýjustu fréttir
Jólafrí
18. desember 2025
Jólakveðja
18. desember 2025
Biskup Íslands í forsíðuviðtali í Jólablaði Húsfreyjunnar
27. nóvember 2025
Ályktun frá 72. formannaráðsfundi
27. nóvember 2025






Upplýsingar um verkefnið 
