Að loknu landsþingi - hlægjandi konur út um allan bæ
225 kvenfélagskonur víðs vegar af landinu funduðu, ræddu saman á vinnustofum, hlýddu á fyrirlestra, kusu nýja konu í stjórn KÍ, ályktuðu um mál sem á þeim brenna og heiðruðu fyrrum forseta KÍ. Svo má ekki gleyma þeim vinskap sem skapaðist meðal þeirra og allri skemmtuninni sem konur á Vestfjörðum buðu upp á þinginu. Einn innfæddur Ísfirðingur komst þannig að orði „Það var allt krökkt af hlægjandi konum í bænum alla helgina“.
Þingið hófst formlega með setningu þingsins í Ísafjarðarkirkju klukkan 18 og höfðu aðstandendur þingsins; KÍ og Samband vestfirskra kvenna hvatt þingfulltrúa til að mæta sem flestar í þjóðbúning við þingsetninguna þar sem íslenski þjóðbúningurinn var sérstaklega til umræðu á þinginu. Þar fluttu ávörp Sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir, Gyða Björg Jónsdóttir formaður Sambands vestfirskra kvenna (SVK og Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ sem setti svo þingið formlega.
...
Lesa nánar24. október - Kvennaár 2025 kynnt
English version below.Þann 24. október næstkomandi standa 34 samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks fyrir viðburði í Bíó Paradís kl. 18:30, þar sem framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 kynnir sameiginlegar kröfur gagnvart stjórnvöldum, nákvæmlega einu ári eftir Kvennaverkfall og stærsta baráttufund Íslandssögunnar. Kvenfélgasamband Íslands er einn af þessum aðstandendum. Að viðburði loknu, verður „Dagurinn sem Ísland stöðvaðist,” spennandi heimildarmynd um Kvennafrídaginn 1975 frumsýnd og að henni lokinni ætlum við að styrkja böndin yfir léttum veitingum og samsöng á Áfram stelpur!Hin magnaða kvennasamstaða þvert á pólitískar línur árið 1975 lagði hornsteininn að stórkostlegustum þjóðfélagsbreytingum. En þrátt fyrir þrotlausa baráttu í hálfa öld búa konur enn við misrétti og ofbeldi. Við ætlum ekki að bíða í 50 ár til viðbótar!Nú tökum við höndum saman enn á ný og fylkjumst bak við kröfurnar. Við vitum sem er að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi...
Lesa nánarLandsþing á Ísafirði 2024
40. landsþing Kvenfélagasambands Íslands (KÍ) fer nú fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 11. – 13. október. Samband vestfirskra kvenna er gestgjafi landsþingsins. Yfirskrift landsþingsins er „Valkyrjur milli fjalls og fjöru”
Kvenfélagskonur láta sig margvísleg málefni varða einsog sést á dagskrárliðum þingsins.
Þingsetning fír fram föstudaginn 11. október í Ísafjarðarkirkju kl: 18:00 og höfðu aðstandendur þingsins; KÍ og Samband vestfirskra kvenna hvatt þingfulltrúa til að mæta sem flestar í þjóðbúning við þingsetninguna þar sem íslenski þjóðbúningurinn verður sérstaklega til umræðu á þinginuá laugardag.
Að lokinni þingsetningu bauð Samband vestfirskra kvenna þingfulltrúum í móttöku í Edinborgarhúsinu. Móttakan hófst á ávarpi frá bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar; Örnu Láru Jónsdóttir. Í móttökunni tók svo Heilbrigðisstofnun Vestfjarðaformlega á móti Gjöf til allra kvenna, en tenging er nú að komast við tæknibúnaðinn sem safnað var í tilefni 90 ára afmælis KÍ ...
Lesa nánarÁ döfinni
Húsfreyjan
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 6.900 árið 2024 fyrir fjögur tölublöð. Blaðið í lausasölu kostar 2 250 kr.
Vitundarvakning um fatasóun
Matarsóun
Pilspoki KÍ
Húfuverkefni KÍ.
Hekluð vagga
Viltu gerast áskrifandi eða gefa áskrift að Húsfreyjunni?
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 6900 árið 2024 fyrir fjögur tölublöð. Nú er líka hægt að lesa rafrænar útgáfur á áskriftarvefnum. Þú velur hvort þú vilt Húsfreyjuna á prenti, rafrænt eða bæði.
Blaðið í lausasölu kostar 2250 kr.
Nýjustu fréttir
Að loknu landsþingi - hlægjandi konur út um allan bæ
24. október 2024
24. október - Kvennaár 2025 kynnt
21. október 2024
Landsþing á Ísafirði 2024
12. október 2024