
Konur ganga um heiminn
Konur ganga um heiminn (Women walk the world) er fjáröflunarviðburður sem hófst á vegum ACWW árið 2012. Hugmyndin að göngunni varð til sem leið til að vekja athygli á ACWW deginum sem er 29. Apríl. Markmiðið var að efla starf og þátttöku kvenna í ACWW og auka fjáröflun. Ástæða þess að ganga var valin, er vegna þess að það er einfalt að ganga og kostar ekkert. Engan sérstakan búnað þarf i göngutúr og hægt að ganga hvenær sem er og hvar sem er! Meðlimir ACWW um allan heim eru hvattir til að taka þátt á ýmsa vegu, til dæmis með því að skipuleggja gönguviðburði. Hvort sem það er göngutúr um hverfið, um jarðarmörkin í sveitum, í næsta almenningsgarði, göngutúr að brunninum fyrir vatn. Eða rölta saman á næsta kaffihús.
Konur á Íslandi eru hvattar til að taka þátt með því að skipuleggja göngu með öðrum konum og taka þannig þátt með konum um allan heim sem ganga til að vekja athygli í mikilvægu starfi ACWW og afla fjár fyrir þau mikilvægu verkefni sem samtökin sinna. Tilvalið að tengja ...
Lesa nánar
Hvítabandið 130 ára gefur í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur
Hvítabandið gefur 1,3 milljónir í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur
Hvítabandið hefur verið starfrækt í 130 ár og hélt upp á þessi tímamót 2 apríl 2025, en félagið var stofnað 17. apríl 1895 og hefur starfað óslitið síðan. Á hátíðarfundinum var veittur styrkur í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur að upphæð 1,3 milljónir króna, það er 10.000 kr. fyrir hvert starfsár.
Sigríður U Sigurðardóttir formaður Hvítabandsins afhenti Önnu H Pétursdóttur formanni Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Guðríði Sigurðardóttur formanni Menntunarsjóðins styrkinn með þeim orðum hún væri þess fullviss að þær kæmu honum í góðar hendur
Hvítabandið hefur frá upphafi helgað sig mannúðar- og líknarmálum. Stærsta einstaka verkefni félagsins er án efa bygging Sjúkrahúss Hvítabandsins við Skólavörðustíg sem félagið reisti á eigin kostnað og starfrækti í tæpan áratug.
Saga Hvítabandsins varpar ljósi á óformlegar valdaleiðir kvenna. Formæður okkar höfðu áhrifavald sem skipti sköpum í þróun ...
Lesa nánar
Stjórnarkonur KÍ heimsækja aðalfundi
Stjórnarkonur Kvenfélagasambands Íslands eru nú á faraldsfæti að heimsækja aðalfundi þeirra héraðssambanda kvenfélaganna sem eiga aðild að KÍ. Kvenfélagasamband Gullbringu- og Kjósarsýslu (KSGK) hélt sinn aðalfund laugardaginn 1. mars síðastliðinn. Fundurinn var í umsjón Kvenfélagsins Gefnar í Garðnum. Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ heimsótti þann fund og flutti kynningu á starfi og verkefnum sambandsins. á þeim fundi tók Brynhildur Hafsteinsdóttir formaður Kvenfélagsins Fjólunnar í Vogum við formennsku KSGK, Jóna Rún Gunnarsdóttir hefur veirð þar formaður síðastliðin 3 ár.
Aðalfundur Kvenfélagasambands Norður- Þings (KSNÞ) var svo haldinn að Skúlagarði Kelduhverfi laugardaginn 15. mars 2025. Forseta Kvenfélagasambandsins Dagmar og ritara, Helgu Magnúsdóttur var boðið á fundinn og fluttu þær kynningu á Kvenfélagasambandinu og sögðu frá verkefninu Vika einmannaleikans. Á sama fundi var Soffía Gísladóttir kvenfélagskona með erindi um Inngildingu - mj...
Lesa nánarÁ döfinni
Húsfreyjan
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 6.900 árið 2024 fyrir fjögur tölublöð. Blaðið í lausasölu kostar 2 250 kr.
Vitundarvakning um fatasóun
Matarsóun
Pilspoki KÍ
Húfuverkefni KÍ.
Hekluð vagga
Viltu gerast áskrifandi eða gefa áskrift að Húsfreyjunni?
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 6900 árið 2024 fyrir fjögur tölublöð. Nú er líka hægt að lesa rafrænar útgáfur á áskriftarvefnum. Þú velur hvort þú vilt Húsfreyjuna á prenti, rafrænt eða bæði.
Blaðið í lausasölu kostar 2250 kr.
Nýjustu fréttir
Konur ganga um heiminn
09. apríl 2025
Stjórnarkonur KÍ heimsækja aðalfundi
18. mars 2025
Febrúarblað Húsfreyjunnar er komið út
28. febrúar 2025