Fyrirpartý sem haldið var í tilefni 110 ára afmælis kosningaréttar kvenna og Kvennaárs þann 19. júní síðastliðinn var haldið í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum af þeim þremur félögum sem eiga saman og reka Hallveigarstaði. Fyrirpartýið var vel sótt og glöddust konur saman með kleinum, kaffi og búbblum áður en haldið var fylktu liði niður í Hljómskálagarð þar sem fór fram Kvennavaka og stórtónleikar sem skipulagðir voru af Kvennaári 2025. Það er mikilvægt að fagna merkum áföngum og konur kunna það svo sannarlega ásamt því að eiga saman góða samveru og efla þannig baráttuandann í jafnréttismálunum. á stórtónleikunum komu fram Bríet, Reykjavíkurdætur, Heimilistónar, Countess Malaise og Mammaðín. kvöldinu lauk með fjöldasöng undir stjórn Guðrúnar Árnýjar. Kynnar Kvennavöku voru Sandra Barilli og Sindri „Sparkle“. Frábært kvöld í alla staði og þökkum við öllum fyrir komuna.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá deginum/kvöldinu.
Jenný Jóakimsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Dagmar Elín Sigurðardóttir, Guðrún Þórðardóttir og Auður Önnu Magnúsdóttir hjá KRFÍ
Boðið var haldið í anddyri og garði Hallveigarstaða og boðið upp á Kaffi, kleinur og búbblur. Fullt var út úr húsi af konum sem voru á leið á tónleikana.
Bríet heillaði kvennaskarann með söng sínum og framkomu
Kynnar Kvennavöku voru Sindri "Sparkle" og Sandra Barilli
Countess Malaise
Ljósmynd: Sunna Ben