Hvítabandið gefur 1,3 milljónir í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur
Hvítabandið hefur verið starfrækt í 130 ár og hélt upp á þessi tímamót 2 apríl 2025, en félagið var stofnað 17. apríl 1895 og hefur starfað óslitið síðan. Á hátíðarfundinum var veittur styrkur í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur að upphæð 1,3 milljónir króna, það er 10.000 kr. fyrir hvert starfsár.
Sigríður U Sigurðardóttir formaður Hvítabandsins afhenti Önnu H Pétursdóttur formanni Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Guðríði Sigurðardóttur formanni Menntunarsjóðins styrkinn með þeim orðum hún væri þess fullviss að þær kæmu honum í góðar hendur
Hvítabandið hefur frá upphafi helgað sig mannúðar- og líknarmálum. Stærsta einstaka verkefni félagsins er án efa bygging Sjúkrahúss Hvítabandsins við Skólavörðustíg sem félagið reisti á eigin kostnað og starfrækti í tæpan áratug.
Saga Hvítabandsins varpar ljósi á óformlegar valdaleiðir kvenna. Formæður okkar höfðu áhrifavald sem skipti sköpum í þróun velferðarmála á Íslandi og endurspeglar saga líknarfélaga þessi völd kvenna. Þeim tókst að hrinda í framkvæmd ýmsum mannúðar- og velferðarmálum sem eru í höndum hins opinbera í dag. Barátta formæðra okkar fyrir betra lífi endurspeglast í starfi félagsins. Saga Hvítabandsins sem sögð er í bókinni „Aldarspor“ leiðir í ljós framlag kvenna í mótun heilbrigðis- og félagsmála á Íslandi.
Sigríður U Sigurðardóttir formaður Hvítabandsins afhenti Önnu H Pétursdóttur formanni Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Guðríði Sigurðardóttur formanni Menntunarsjóðins styrkinn
Stjórn hvítabandsins: formaður Sigríður U. Sigurðardóttir, ritari Þóra Ólafsdóttir, gjaldkeri Oddfríður Helgadóttir ásamt forseta KÍ Dagmar Elínu Sigurðardóttur sem er jafnrframt félagi í Hvítabandinu.